Erlent

Stefna að tóbakslausu Írlandi árið 2025

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Stefnt er að draga verulega úr reykingum í Írlandi.
Stefnt er að draga verulega úr reykingum í Írlandi. Mynd/AFP
Heilbrigðisráðherra Írlands hefur lagt fram áætlun sem á að gera Írland tóbakslaust árið 2025. Dr. James Reilly, heilbrigðisráðherra, stefnir að því draga verulega úr fjölda reykingamanna í landinu. Samkvæmt nýjustu tölum eru 22% einstaklinga í Írlandi, 15 ára og eldri, sem reykja en heilbrigðisráðherra stefnir að því að lækka þessa tölu niður í 5% árið 2025.

Ráðherrann leggur til að sígarettuverð hækki verulega og að strangari reglur gildi um reykingar. Bannað verður að reykja í bílum þegar börn eru farþegar og einnig verður dregið verulega úr aðgengi að tóbaki.

„Reykingar eru í efsta sæti þegar litið er til dauðsfalla sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir. Á hverju ári láta 5200 einstaklingar lífið vegna sjúkdóma sem tóbak veldur. Það er eitt af hverjum fimm dauðsföllum,“ segir Reilly.

Árið 2004 varð Írland fyrsta landið í heiminum til að banna reykingar á vinnustað. Veitingastaðir og öldurhús voru einnig í þeirri reglugerð. Ekki eru allir sammála ákvörðun heilbrigðisráðherrans um að takmarkað aðgengi að tóbaki. Talsmaður reykingamanna segir að strangari reglur um tóbak muni leiða til þess að svartur markaður muni myndast um tókbak sem muni fela í sér talsverðan tekjumissi fyrir írskan ríkissjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×