Erlent

Neydd í fóstureyðingu - Ég sakna hans

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Kínversk kona var neydd í fóstureyðingu, vegna reglna um að að aðeins megi eiga eitt barn.
Kínversk kona var neydd í fóstureyðingu, vegna reglna um að að aðeins megi eiga eitt barn.
Kínversk kona var dregin af heimili sínu um miðja nótt og neydd í fóstureyðingu þegar hún var komin sex mánuði á leið eða um þremur mánuðum áður en barnið hennar átti að fæðast. Þetta kemur fram hjá Daily Mail.

Ástæðan fyrir þessu eru strangar reglur í Kína um að fólk megi aðeins eiga eitt barn, það eru reglur sem settar voru árið 1979 í því skyni að stöðva fólksfjölgun.

Liu Xinwen, 33 ára og eiginmaður hennar Zhou Guoqiang eiga einn son fyrir. Hjónin eru í áfalli yfir þessum aðförum.

Parið segir að þau hafi verið vakin klukkan fjögur að nóttu við það að yfir tugur starfsmanna frá fjölskyldunefnd í bænum þar sem þau búa ruddust inn.

Faðirinn sagði við Sky News að honum hefði verið haldið niðri í sófanum meðan konan hans var dregin út og upp á sjúkrahús.

Þegar hann kom á sjúkrahúsið voru nokkrar mínútur frá því að konan hans hafði verið sprautuð me efni sem til þess að eyða fóstrinu.

Hann spurði konuna sína hvort að barnið hreyfði sig enn en hún svaraði að það væri ekki mikið. Hann fór þá útaf stofunni þar sem hann vildi ekki að konan sín sæi sig gráta.

Barnið dó inn í konunni og fæðing var framkölluð daginn eftir. Þá komust þau að því að barnið var drengur, litli bróðir sonar þeirra. „Ég sakna hans,“ segir móðirin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×