Enginn slasaðist þegar farþegaþota frá ítalska flugfélaginu Alitalia nauðlenti á Fiuminco flugvellinum í Róm í nótt.
Að sögn ítalska ríkissjónvarpsins kom upp bilun í lendingarbúnaði vélarinnar. Flugmennirnir gerðu nokkrar tilraunir til að lenda vélinni, sem er af gerðinni Airbus A320 og var á leið til ítölsku höfuðborgarinnar frá Madrid á Spáni.
Flugvallarstarfsmenn komu froðu fyrir á flugbrautinni til að aðstoða við lendinguna.
Ríkissjónvarpið segir að farþegarnir hafi klappað flugmönnunum lof í lófa eftir lendinguna, en þeir eru báðir reyndir flugmenn sem störfuðu áður sem flugmenn í hernum.
Nauðlending í Róm
