Mörg dæmi um að foreldrar kaupi GTA V fyrir börn sín Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 22. september 2013 19:33 Mörg dæmi eru um að börn komi í fylgd foreldra til að tryggja sér eintak af ofbeldisfullum tölvuleik sem nú tröllríður afþreyingar-bransanum. Framkvæmdastjóri Skífunnar segist aldrei hafa séð slíkar vinsældir. GTA V (Grand Theft Auto) er dýrasti tölvuleikur allra tíma en framleiðsla hans kostaði tæpa 32 milljarða króna og tók fimm ár. Óhætt er að segja að verkefnið hafi borið ávöxt enda námu sölutekjur á fyrstu þremur dögum eftir útgáfu 120 milljörðum króna. Tölvuleikurinn umdeildi stefnir því í að vera arðbærasta afþreyingarvara fyrr og síðar. Mítan gamla um unglinginn sem hangir einsamall heima í tölvuleikjum á því ekki við rök að styðjast, enda eru það fyrst og fremst fólk á aldrinum 25 til 30 sem sækir í þennan einstaka tölvuleik. „Við erum búin að selja á annað þúsund eintaka af GTA V. Þetta er það stærsta sem við höfum lent í. Við höfum ekki séð annað eins. Tölvuleikir eru algjörlega búnir að stinga af. Þessi leikur er þegar kominn yfir milljarð dollara í sölu á heimsvísu og nú er talað um að hann verði fyrsti tölvuleikurinn til að fara yfir tvö milljarða í veltu á einu ári,“ segir Ágúst Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Skífunnar og bætir við: „Kvikmyndir og tónlist eiga ekki orðið séns tölvuleikina.“ GTA V er sannarlega umdeildur leikur. Þetta er ofbeldisleikur, þar sem kvenhatur, eiturlyfjanotkun og misþyrmingar eru daglegt brauð. „Ef foreldrar koma með börnunum þá kaupa þeir leikinn og við getum ekki haft ábyrgð á því hvað þeir gera. Við vísum börnum hinsvegar í burtu þegar þau koma einsömul.“ Sp. blm. Hefur mikið borið á því að foreldrar komi með börn og kaupi leikinn fyrir þau? „Það er rosalega algengt. Stundum verður maður bara hissa,“ segir Ágúst. Þó svo að skiptar skoðanir séu um ágæti GTA V þá eru áhrif hans á afþreyingargeirann djúpstæð, við höfum því hér forsmekk af því sem koma skal á næstu árum. Raunverulega — eða stafræna — framtíð afþreyingarbransans. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
Mörg dæmi eru um að börn komi í fylgd foreldra til að tryggja sér eintak af ofbeldisfullum tölvuleik sem nú tröllríður afþreyingar-bransanum. Framkvæmdastjóri Skífunnar segist aldrei hafa séð slíkar vinsældir. GTA V (Grand Theft Auto) er dýrasti tölvuleikur allra tíma en framleiðsla hans kostaði tæpa 32 milljarða króna og tók fimm ár. Óhætt er að segja að verkefnið hafi borið ávöxt enda námu sölutekjur á fyrstu þremur dögum eftir útgáfu 120 milljörðum króna. Tölvuleikurinn umdeildi stefnir því í að vera arðbærasta afþreyingarvara fyrr og síðar. Mítan gamla um unglinginn sem hangir einsamall heima í tölvuleikjum á því ekki við rök að styðjast, enda eru það fyrst og fremst fólk á aldrinum 25 til 30 sem sækir í þennan einstaka tölvuleik. „Við erum búin að selja á annað þúsund eintaka af GTA V. Þetta er það stærsta sem við höfum lent í. Við höfum ekki séð annað eins. Tölvuleikir eru algjörlega búnir að stinga af. Þessi leikur er þegar kominn yfir milljarð dollara í sölu á heimsvísu og nú er talað um að hann verði fyrsti tölvuleikurinn til að fara yfir tvö milljarða í veltu á einu ári,“ segir Ágúst Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Skífunnar og bætir við: „Kvikmyndir og tónlist eiga ekki orðið séns tölvuleikina.“ GTA V er sannarlega umdeildur leikur. Þetta er ofbeldisleikur, þar sem kvenhatur, eiturlyfjanotkun og misþyrmingar eru daglegt brauð. „Ef foreldrar koma með börnunum þá kaupa þeir leikinn og við getum ekki haft ábyrgð á því hvað þeir gera. Við vísum börnum hinsvegar í burtu þegar þau koma einsömul.“ Sp. blm. Hefur mikið borið á því að foreldrar komi með börn og kaupi leikinn fyrir þau? „Það er rosalega algengt. Stundum verður maður bara hissa,“ segir Ágúst. Þó svo að skiptar skoðanir séu um ágæti GTA V þá eru áhrif hans á afþreyingargeirann djúpstæð, við höfum því hér forsmekk af því sem koma skal á næstu árum. Raunverulega — eða stafræna — framtíð afþreyingarbransans.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira