Mörg dæmi um að foreldrar kaupi GTA V fyrir börn sín Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 22. september 2013 19:33 Mörg dæmi eru um að börn komi í fylgd foreldra til að tryggja sér eintak af ofbeldisfullum tölvuleik sem nú tröllríður afþreyingar-bransanum. Framkvæmdastjóri Skífunnar segist aldrei hafa séð slíkar vinsældir. GTA V (Grand Theft Auto) er dýrasti tölvuleikur allra tíma en framleiðsla hans kostaði tæpa 32 milljarða króna og tók fimm ár. Óhætt er að segja að verkefnið hafi borið ávöxt enda námu sölutekjur á fyrstu þremur dögum eftir útgáfu 120 milljörðum króna. Tölvuleikurinn umdeildi stefnir því í að vera arðbærasta afþreyingarvara fyrr og síðar. Mítan gamla um unglinginn sem hangir einsamall heima í tölvuleikjum á því ekki við rök að styðjast, enda eru það fyrst og fremst fólk á aldrinum 25 til 30 sem sækir í þennan einstaka tölvuleik. „Við erum búin að selja á annað þúsund eintaka af GTA V. Þetta er það stærsta sem við höfum lent í. Við höfum ekki séð annað eins. Tölvuleikir eru algjörlega búnir að stinga af. Þessi leikur er þegar kominn yfir milljarð dollara í sölu á heimsvísu og nú er talað um að hann verði fyrsti tölvuleikurinn til að fara yfir tvö milljarða í veltu á einu ári,“ segir Ágúst Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Skífunnar og bætir við: „Kvikmyndir og tónlist eiga ekki orðið séns tölvuleikina.“ GTA V er sannarlega umdeildur leikur. Þetta er ofbeldisleikur, þar sem kvenhatur, eiturlyfjanotkun og misþyrmingar eru daglegt brauð. „Ef foreldrar koma með börnunum þá kaupa þeir leikinn og við getum ekki haft ábyrgð á því hvað þeir gera. Við vísum börnum hinsvegar í burtu þegar þau koma einsömul.“ Sp. blm. Hefur mikið borið á því að foreldrar komi með börn og kaupi leikinn fyrir þau? „Það er rosalega algengt. Stundum verður maður bara hissa,“ segir Ágúst. Þó svo að skiptar skoðanir séu um ágæti GTA V þá eru áhrif hans á afþreyingargeirann djúpstæð, við höfum því hér forsmekk af því sem koma skal á næstu árum. Raunverulega — eða stafræna — framtíð afþreyingarbransans. Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Sjá meira
Mörg dæmi eru um að börn komi í fylgd foreldra til að tryggja sér eintak af ofbeldisfullum tölvuleik sem nú tröllríður afþreyingar-bransanum. Framkvæmdastjóri Skífunnar segist aldrei hafa séð slíkar vinsældir. GTA V (Grand Theft Auto) er dýrasti tölvuleikur allra tíma en framleiðsla hans kostaði tæpa 32 milljarða króna og tók fimm ár. Óhætt er að segja að verkefnið hafi borið ávöxt enda námu sölutekjur á fyrstu þremur dögum eftir útgáfu 120 milljörðum króna. Tölvuleikurinn umdeildi stefnir því í að vera arðbærasta afþreyingarvara fyrr og síðar. Mítan gamla um unglinginn sem hangir einsamall heima í tölvuleikjum á því ekki við rök að styðjast, enda eru það fyrst og fremst fólk á aldrinum 25 til 30 sem sækir í þennan einstaka tölvuleik. „Við erum búin að selja á annað þúsund eintaka af GTA V. Þetta er það stærsta sem við höfum lent í. Við höfum ekki séð annað eins. Tölvuleikir eru algjörlega búnir að stinga af. Þessi leikur er þegar kominn yfir milljarð dollara í sölu á heimsvísu og nú er talað um að hann verði fyrsti tölvuleikurinn til að fara yfir tvö milljarða í veltu á einu ári,“ segir Ágúst Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Skífunnar og bætir við: „Kvikmyndir og tónlist eiga ekki orðið séns tölvuleikina.“ GTA V er sannarlega umdeildur leikur. Þetta er ofbeldisleikur, þar sem kvenhatur, eiturlyfjanotkun og misþyrmingar eru daglegt brauð. „Ef foreldrar koma með börnunum þá kaupa þeir leikinn og við getum ekki haft ábyrgð á því hvað þeir gera. Við vísum börnum hinsvegar í burtu þegar þau koma einsömul.“ Sp. blm. Hefur mikið borið á því að foreldrar komi með börn og kaupi leikinn fyrir þau? „Það er rosalega algengt. Stundum verður maður bara hissa,“ segir Ágúst. Þó svo að skiptar skoðanir séu um ágæti GTA V þá eru áhrif hans á afþreyingargeirann djúpstæð, við höfum því hér forsmekk af því sem koma skal á næstu árum. Raunverulega — eða stafræna — framtíð afþreyingarbransans.
Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Sjá meira