Yfirlögregluþjónn vill lögleiða fíkniefni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. september 2013 13:12 Hér sést Barton með mynd af Al Capone. Mynd/Mirror Yfirlögregluþjónn á Englandi kallar eftir því að eiturlyf í A-klassa verði gerð lögleg og að eiturlyfjastefna landsins verði endurskoðuð. Frá þessu greinir á vef The Guardian. Yfirlögregluþjónninn, Mike Barton, starfar í Durham. Hann er einn af reyndustu baráttumönnum Englendinga gegn glæpum og hefur sett af stað framtak í því skyni að brjóta upp tengslanet glæpagengja í Durham. Á svæðinu þar sem hann starfar mældist 14 prósenta fækkun í heildarfjölda glæpa snemma á árinu. Hann hefur lagt til að heilbrigðisyfirvöld gætu séð fíklum fyrir eiturlyfjum. Það myndi þá þýða að eiturlyfjasalar gætu ekki lengur einokað markaðinn og glæpagengi myndu verða af þeim tekjum sem sala á eiturlyfjum sér þeim nú fyrir. Barton ber eiturlyfjabannið við bannið gegn áfengi snemma á 20. öldinni en það hafði þau áhrif að mafían með Al Capone í fararbroddi varð valdamikil. Barton heldur því fram að það að gera eiturlyfjasölu ólöglega hafi fitað buddu glæpagengja um milljarði punda. Þeir sem sammála eru Barton um að breyta þurfi eiturlyfjastefnunni hrósa Barton í hástert og segja þessa gagnrýni hans á óbreytt ástand hugrakka og skynsamlega. „Ef að fíkill gæti nálgast eiturlyf í gegnum heilbrigðisyfirvöld eða eitthvað álíka, þá myndu þeir ekki þurfa að fara út og kaupa ólögleg efni,“ skrifar Barton í grein sem birtist í The Observer. „Ekki öll glæpagengi byggja afkomu sína á eiturlyfjasölu, en af minni reynslu að dæma gera þó flest það. Þannig að ef við bjóðum upp á nýja leið fyrir fíkla til þess að nálgast efnin erum við að klippa á tekjustreymi gengjanna.“ Hann segist þó ekki vera talsmaður þess að sala fíkniefna eigi að vera frjáls. „Það sem ég er að segja er að fíkniefnum ætti að vera stjórnað.“ Hann tekur dæmi um að ef að fíkniefni væru afgreidd af læknum þá myndi útbreiðsla lifrarbólgu C og eyðni minnka meðal sprautufíkla. Barton sagði að ólíkt þeim sem selja fíkniefni ætti ekki að refsa fíklum fyrir lögbrot. „Það þarf að huga að þeim og meðhöndla þá og hvetja þá til þess að brjótast út úr hringrás fíknarinnar. Það þarf ekki að refsa þeim.“ Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira
Yfirlögregluþjónn á Englandi kallar eftir því að eiturlyf í A-klassa verði gerð lögleg og að eiturlyfjastefna landsins verði endurskoðuð. Frá þessu greinir á vef The Guardian. Yfirlögregluþjónninn, Mike Barton, starfar í Durham. Hann er einn af reyndustu baráttumönnum Englendinga gegn glæpum og hefur sett af stað framtak í því skyni að brjóta upp tengslanet glæpagengja í Durham. Á svæðinu þar sem hann starfar mældist 14 prósenta fækkun í heildarfjölda glæpa snemma á árinu. Hann hefur lagt til að heilbrigðisyfirvöld gætu séð fíklum fyrir eiturlyfjum. Það myndi þá þýða að eiturlyfjasalar gætu ekki lengur einokað markaðinn og glæpagengi myndu verða af þeim tekjum sem sala á eiturlyfjum sér þeim nú fyrir. Barton ber eiturlyfjabannið við bannið gegn áfengi snemma á 20. öldinni en það hafði þau áhrif að mafían með Al Capone í fararbroddi varð valdamikil. Barton heldur því fram að það að gera eiturlyfjasölu ólöglega hafi fitað buddu glæpagengja um milljarði punda. Þeir sem sammála eru Barton um að breyta þurfi eiturlyfjastefnunni hrósa Barton í hástert og segja þessa gagnrýni hans á óbreytt ástand hugrakka og skynsamlega. „Ef að fíkill gæti nálgast eiturlyf í gegnum heilbrigðisyfirvöld eða eitthvað álíka, þá myndu þeir ekki þurfa að fara út og kaupa ólögleg efni,“ skrifar Barton í grein sem birtist í The Observer. „Ekki öll glæpagengi byggja afkomu sína á eiturlyfjasölu, en af minni reynslu að dæma gera þó flest það. Þannig að ef við bjóðum upp á nýja leið fyrir fíkla til þess að nálgast efnin erum við að klippa á tekjustreymi gengjanna.“ Hann segist þó ekki vera talsmaður þess að sala fíkniefna eigi að vera frjáls. „Það sem ég er að segja er að fíkniefnum ætti að vera stjórnað.“ Hann tekur dæmi um að ef að fíkniefni væru afgreidd af læknum þá myndi útbreiðsla lifrarbólgu C og eyðni minnka meðal sprautufíkla. Barton sagði að ólíkt þeim sem selja fíkniefni ætti ekki að refsa fíklum fyrir lögbrot. „Það þarf að huga að þeim og meðhöndla þá og hvetja þá til þess að brjótast út úr hringrás fíknarinnar. Það þarf ekki að refsa þeim.“
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira