Erlent

33 látnir eftir sprengju í Pakistan

Gunnar Valþórsson skrifar
Sprengja sprakk í Pakistan.
Sprengja sprakk í Pakistan. Mynd/AP

Að minnsta kosti þrjátíu og þrír eru látnir og tugir liggja sárir eftir að öflug sprengja sprakk á markaði í borginni Peshawar í Pakistan í morgun.

Mikil óöld hefur geisað í Peshawar síðustu daga en aðeins vika er síðan áttatíu brunnu inni í kirkju þegar tveir menn sprengdu sig þar í loft upp. Og á föstudag fórust sautján þegar langferðabíll var sprengdur í loft upp í úthverfi borgarinnar.

Talíbönum er kennt um árásirnar en sprengjan í morgun sker sig nokkuð úr því ekki var um sjálfsmorðsárás að ræða, heldur virðist sprengjan hafa verið sprengd með fjarstýringu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.