Erlent

Sjálfsmorðsárás talibana

Gunnar Valþórsson skrifar
Talíbanar segja einn úr þeirra röðum hafi sprengt sig í loft upp fyrir utan skriftstofurnar rétt fyrir sólarupprás.
Talíbanar segja einn úr þeirra röðum hafi sprengt sig í loft upp fyrir utan skriftstofurnar rétt fyrir sólarupprás.
Skæruliðar Talíbana í Afganistan réðust í morgun á sendiskrifstofur Bandaríkjamanna í borginni Herat í vesturhluta landsins.

Í yfirlýsingu sem Talíbanar sendu BBC segir að einn úr þeirra röðum hafi sprengt sig í loft upp fyrir utan skriftstofurnar rétt fyrir sólarupprás. Vopnabræður hans hafi síðan í kjölfarið hafið skothríð á húsin. Nokkrir afganskir lögreglumenn eru sagðir hafa fallið í árásinni og fleiri liggja sárir.

Í yfirlýsingu frá sendiráði Bandaríkjamanna í Afganistan segir að enginn sendiráðsstarfsmaður hafi særst í árásinni og að allir séu þeir öruggir. Árásum á stöðvar Bandaríkjamanna í landinu hefur fjölgað undanfarið en allir hermenn fjölþjóðaliðsins í landinu eiga að vera farnir á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×