Fimm Íslendingar keppa í MMA í kvöld Kristjana Arnarsdóttir skrifar 14. september 2013 13:18 Bjarki Ómarsson, Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Björn Diego Valencia mun öll keppa fyrir hönd Mjölnis á Euro Fight Night í Dublin. „Það er búið að vera langur aðdragandi að þessu en við reynum alltaf að taka þriggja mánaða undirbúning fyrir hverja keppni,“ segir Jón Viðar Arnþórsson formaður Mjölnis, sem staddur er í Dublin á Írlandi. Þar fer í kvöld fram svokallað Euro Fight Night og munu fimm Íslendingar keppa fyrir hönd Mjölnis í blönduðum bardagalistum eða MMA. Einn aðalþjálfari Mjölnis, John Kavanagh, stendur fyrir keppninni en allt í allt fara tólf bardagar fram. Þetta er í fyrsta skipti sem Mjölnir sendir konu til keppni en Sunna Rannveig Davíðsdóttir mun berjast við Amöndu English frá Írlandi í kvöld. Jón Viðar telur Sunnu eiga mjög góða möguleika gegn Amöndu. „Við erum mjög bjartsýn á þetta allt saman og hún á að eiga mjög góða möguleika. Sunna hefur barist nokkra bardaga, fimm kickbox muay thai bardaga í Tælandi og einn MMA bardaga og hún vann þá alla,“ segir Jón Viðar, og bætir við að fáir þoli högg frá Sunnu. Auk Sunnu munu þeir Bjarki Ómarsson, Diego Björn Valencia, Bjarki Þór Pálsson og Egill Öyvind Hjördísarson berjast í kvöld. Hópurinn undirbýr sig nú af kappi fyrir kvöldið. „Við erum búin að vera hér úti í tvo, þrjá daga núna og reynum alltaf að borða saman og sofa vel. Svo förum við í höllina á eftir og þar fara allir í læknisskoðun og farið verður yfir reglurnar. Að lokum verða allar hendur vafnar og þá erum við til í slaginn.“ Bardagarnir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsending kl. 20. MMA Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
„Það er búið að vera langur aðdragandi að þessu en við reynum alltaf að taka þriggja mánaða undirbúning fyrir hverja keppni,“ segir Jón Viðar Arnþórsson formaður Mjölnis, sem staddur er í Dublin á Írlandi. Þar fer í kvöld fram svokallað Euro Fight Night og munu fimm Íslendingar keppa fyrir hönd Mjölnis í blönduðum bardagalistum eða MMA. Einn aðalþjálfari Mjölnis, John Kavanagh, stendur fyrir keppninni en allt í allt fara tólf bardagar fram. Þetta er í fyrsta skipti sem Mjölnir sendir konu til keppni en Sunna Rannveig Davíðsdóttir mun berjast við Amöndu English frá Írlandi í kvöld. Jón Viðar telur Sunnu eiga mjög góða möguleika gegn Amöndu. „Við erum mjög bjartsýn á þetta allt saman og hún á að eiga mjög góða möguleika. Sunna hefur barist nokkra bardaga, fimm kickbox muay thai bardaga í Tælandi og einn MMA bardaga og hún vann þá alla,“ segir Jón Viðar, og bætir við að fáir þoli högg frá Sunnu. Auk Sunnu munu þeir Bjarki Ómarsson, Diego Björn Valencia, Bjarki Þór Pálsson og Egill Öyvind Hjördísarson berjast í kvöld. Hópurinn undirbýr sig nú af kappi fyrir kvöldið. „Við erum búin að vera hér úti í tvo, þrjá daga núna og reynum alltaf að borða saman og sofa vel. Svo förum við í höllina á eftir og þar fara allir í læknisskoðun og farið verður yfir reglurnar. Að lokum verða allar hendur vafnar og þá erum við til í slaginn.“ Bardagarnir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsending kl. 20.
MMA Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira