Kemst ekki á öryggisfundi í vinnunni, fær ekki túlk Hrund Þórsdóttir skrifar 15. september 2013 18:51 Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær eru fjármunir sem ætlaðir voru til túlkaþjónustu í daglegu lífi á þessu ári búnir og því útlit fyrir að heyrnarlausir fái ekki þessa nauðsynlegu þjónustu fyrr en á nýju ári. Hilmar Thorarensen Pétursson er heyrnarlaus og starfar sem vélfræðingur. Hann þarf reglulega að sækja öryggisfundi á vinnustað sínum en fékk bréf þess efnis á föstudaginn fyrir rúmri viku, að sjóður sem greiðir fyrir túlka væri tómur og hann þyrfti að láta yfirmann sinn vita af því. „Svo var fundur hjá mér á mánudaginn var þar sem allir voru að spjalla og ræða um það sem þurfti að tala um og ég gat ekki tekið neinn þátt í því. Ég sat þarna á fundi án þess að vita hvað færi fram. Þannig að ef það kemur einhver hætta upp í vinnunni þá lendi ég í rosalega miklum vanda því ég veit ekki hver réttu viðbrögðin eru af því að ég hef ekki getað fylgst með á fundunum,“ segir Hilmar. Skyldumæting er á fundina sem hafa mikla þýðingu fyrir starf Hilmars. „Þetta er ofsalega óþægilegt og yfirmaður minn lendir náttúrulega í vandræðum, hann á erfitt með að eiga samskipti við mig.“ Hilmar lenti líka í vandræðum þegar systir hans gifti sig, því hann fékk túlk í kirkjunni en ekki í veislunni og skyldi því ekkert sem fram fór. Hann segir nauðsynlegt að leysa málið sem fyrst. Ninja Dögg Torfadóttir, eiginkona Hilmars, hefur fulla heyrn og segir stöðuna mjög óþægilega fyrir fjölskylduna. „Hann er í þessum heppna hópi þannig séð því hann á mig að og ég er heyrandi. Ég þarf að hringja allt fyrir hann og gera allt sem túlkaþjónustan hefði annars séð um,“ segir Ninja. Ástandið hefur í för með sér mikið álag á Ninju. „Hann þarf algjörlega að stóla á mig, að ég sé til taks og ef eitthvað kemur upp á, í vinnu eða annars staðar, þá þarf ég að hlaupa til þannig að þetta er mjög óþægileg staða fyrir okkur.“ Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær eru fjármunir sem ætlaðir voru til túlkaþjónustu í daglegu lífi á þessu ári búnir og því útlit fyrir að heyrnarlausir fái ekki þessa nauðsynlegu þjónustu fyrr en á nýju ári. Hilmar Thorarensen Pétursson er heyrnarlaus og starfar sem vélfræðingur. Hann þarf reglulega að sækja öryggisfundi á vinnustað sínum en fékk bréf þess efnis á föstudaginn fyrir rúmri viku, að sjóður sem greiðir fyrir túlka væri tómur og hann þyrfti að láta yfirmann sinn vita af því. „Svo var fundur hjá mér á mánudaginn var þar sem allir voru að spjalla og ræða um það sem þurfti að tala um og ég gat ekki tekið neinn þátt í því. Ég sat þarna á fundi án þess að vita hvað færi fram. Þannig að ef það kemur einhver hætta upp í vinnunni þá lendi ég í rosalega miklum vanda því ég veit ekki hver réttu viðbrögðin eru af því að ég hef ekki getað fylgst með á fundunum,“ segir Hilmar. Skyldumæting er á fundina sem hafa mikla þýðingu fyrir starf Hilmars. „Þetta er ofsalega óþægilegt og yfirmaður minn lendir náttúrulega í vandræðum, hann á erfitt með að eiga samskipti við mig.“ Hilmar lenti líka í vandræðum þegar systir hans gifti sig, því hann fékk túlk í kirkjunni en ekki í veislunni og skyldi því ekkert sem fram fór. Hann segir nauðsynlegt að leysa málið sem fyrst. Ninja Dögg Torfadóttir, eiginkona Hilmars, hefur fulla heyrn og segir stöðuna mjög óþægilega fyrir fjölskylduna. „Hann er í þessum heppna hópi þannig séð því hann á mig að og ég er heyrandi. Ég þarf að hringja allt fyrir hann og gera allt sem túlkaþjónustan hefði annars séð um,“ segir Ninja. Ástandið hefur í för með sér mikið álag á Ninju. „Hann þarf algjörlega að stóla á mig, að ég sé til taks og ef eitthvað kemur upp á, í vinnu eða annars staðar, þá þarf ég að hlaupa til þannig að þetta er mjög óþægileg staða fyrir okkur.“
Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira