Móðir telpnanna leitar til dómstóla Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 2. júlí 2012 19:03 Móðir telpnanna þriggja, sem teknar voru með lögregluvaldi fyrir helgi, ætlar ásamt lögmanni sínum að leita til dómstóla til að fá úr því skorið hvort aðgerðin hafi verið lögleg. Lögmaður föðurins segir Ísland skuldbundið alþjóðasáttmálum til að beita þessu neyðarúrræði. Fréttastofa hefur í dag rætt við ýmsa sem tengjast máli telpnanna þriggja sem teknar voru með lögregluvaldi af móður sinni á föstudag. Telpurnar flugu til Danmerkur í gær með dönskum föður sínum Kim Laursen. Kim og Hjördís Svan móðir þeirra hafa átt í hatrammri forræðisdeilu um börnin í á þriðja ár. Þeim var dæmt sameiginlegt forræði í Danmörku þann 16. janúar og tveimur dögum síðar flutti Hjördís til Íslands með dæturnar, án vitundar föðurins. Það var því í samræmi við dómsúrskurð hér sem dæturnar voru teknar af móður sinni á föstudaginn. Lögmaður Kim Laursens á Íslandi sagði í samtali við fréttastofu í dag - að sér fyndist hræðilegt að börn þurfi að ganga í gegnum svona aðgerð, en þetta sé neyðarúrræði. Íslendingar séu bundnir af lögum og alþjóðasamningum sem skyldi okkur til að beita þessu úrræði. Hún bendir á að það sé bæði skylda og réttur, þannig að Íslendingar í forsjárdeilum í útlöndum eigi líka rétt til að sækja börn sín með sama hætti ef brotið er á umgengni eða forsjá þeirra. Móðirin og lögmaður hennar efast um lögmæti aðgerðarinnar og ætla að leita til héraðsdómara til að fá skorið úr um lögmæti hennar. Sömuleiðis ætlar móðirin þá mótmæla atriðum í framkvæmd sýslumanns á vettvangi - en lögmaður hennar furðaði sig á því í hádegisfréttum okkar að barnaverndarnefnd Kópavogs hefði ekki kyrrsett börnin vegna nýrra gagna í málinu, sem lúta að ásökunum móður í garð föðurins. Barnaverndarnefnd Kópavogs ætlar ekki að tjá sig í dag en hyggst senda frá sér yfirlýsingu á morgun um málið. Fréttastofa hefur einnig undir höndum bréf sem Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður sendi á elleftu stundu til innanríkis- og velferðarráðherra um hádegisbil í gær, skömmu áður börnin voru flutt úr landi. Þar kveðst hann ekki skilja hvernig svo margir geti brugðist í einföldu máli, mistökin séu með ólíkindum og hann voni fyrir sitt litla líf að manndómur og kjarkur finnist á æðstu stöðum til að taka af skarið og kyrrsetja börnin á meðan málið sé rannsakað. Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Móðir telpnanna þriggja, sem teknar voru með lögregluvaldi fyrir helgi, ætlar ásamt lögmanni sínum að leita til dómstóla til að fá úr því skorið hvort aðgerðin hafi verið lögleg. Lögmaður föðurins segir Ísland skuldbundið alþjóðasáttmálum til að beita þessu neyðarúrræði. Fréttastofa hefur í dag rætt við ýmsa sem tengjast máli telpnanna þriggja sem teknar voru með lögregluvaldi af móður sinni á föstudag. Telpurnar flugu til Danmerkur í gær með dönskum föður sínum Kim Laursen. Kim og Hjördís Svan móðir þeirra hafa átt í hatrammri forræðisdeilu um börnin í á þriðja ár. Þeim var dæmt sameiginlegt forræði í Danmörku þann 16. janúar og tveimur dögum síðar flutti Hjördís til Íslands með dæturnar, án vitundar föðurins. Það var því í samræmi við dómsúrskurð hér sem dæturnar voru teknar af móður sinni á föstudaginn. Lögmaður Kim Laursens á Íslandi sagði í samtali við fréttastofu í dag - að sér fyndist hræðilegt að börn þurfi að ganga í gegnum svona aðgerð, en þetta sé neyðarúrræði. Íslendingar séu bundnir af lögum og alþjóðasamningum sem skyldi okkur til að beita þessu úrræði. Hún bendir á að það sé bæði skylda og réttur, þannig að Íslendingar í forsjárdeilum í útlöndum eigi líka rétt til að sækja börn sín með sama hætti ef brotið er á umgengni eða forsjá þeirra. Móðirin og lögmaður hennar efast um lögmæti aðgerðarinnar og ætla að leita til héraðsdómara til að fá skorið úr um lögmæti hennar. Sömuleiðis ætlar móðirin þá mótmæla atriðum í framkvæmd sýslumanns á vettvangi - en lögmaður hennar furðaði sig á því í hádegisfréttum okkar að barnaverndarnefnd Kópavogs hefði ekki kyrrsett börnin vegna nýrra gagna í málinu, sem lúta að ásökunum móður í garð föðurins. Barnaverndarnefnd Kópavogs ætlar ekki að tjá sig í dag en hyggst senda frá sér yfirlýsingu á morgun um málið. Fréttastofa hefur einnig undir höndum bréf sem Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður sendi á elleftu stundu til innanríkis- og velferðarráðherra um hádegisbil í gær, skömmu áður börnin voru flutt úr landi. Þar kveðst hann ekki skilja hvernig svo margir geti brugðist í einföldu máli, mistökin séu með ólíkindum og hann voni fyrir sitt litla líf að manndómur og kjarkur finnist á æðstu stöðum til að taka af skarið og kyrrsetja börnin á meðan málið sé rannsakað.
Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent