Erlent

Vélar flúga tómar frá Kastrup-flugvelli

Gunnar Valþórsson skrifar
Frá Kastrup-flugvelli. Öngþveiti ríkir nú í flughöfninni vegna skyndiverkfalls öryggisvarða.
Frá Kastrup-flugvelli. Öngþveiti ríkir nú í flughöfninni vegna skyndiverkfalls öryggisvarða.
Öryggisverðir á Kastrupflugvelli í Kaupmannahöfn gripu til skyndiverkfalls í morgun með þeim afleiðingum að farþegar komast ekki í gegnum öryggishliðin.

Yfirmenn í öryggisgæslunni hafa séð til þess að flugáhafnir komist þó í gegn og með þeim hætti hefur að mestu tekist að koma í veg fyrir tafir á flugumferð. Vélar í morgun hafa hinsvegar þurft að fara á loft hálftómar eða alveg tómar. Ekki er ljóst hve lengi verkfallið mun standa.

Seinkun hefur nú orðið á vél Icelandair sem lenda átti á Keflavíkurflugvelli klukkan níu og er áætluð koma hennar klukkan ellefu fjörutíu. Í fyrstu voru farþegar hvattir til þess að mæta á flugvöllinn til þess að fyrirgera ekki rétti sínum á skaðabótum en nú biðja starfsmenn flugvallarins ferðalanga um að mæta ekki, því raðirnar séu orðnar gríðarlega langar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×