Erlent

Vill klámfræðslu samhliða kynfræðslu í skólum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Nærri þriðjungur breskra skólabarna og unglinga á aldrinum 11 til 18 ára telja klám gefa raunsanna mynd af ástarsamböndum.
Nærri þriðjungur breskra skólabarna og unglinga á aldrinum 11 til 18 ára telja klám gefa raunsanna mynd af ástarsamböndum. samsett mynd/getty
Breski þingmaðurinn Claire Perry telur að fræða eigi börn um netklám og afleiðingar þess samhliða kynfræðslu í grunnskólum.

Perry, sem er þingmaður íhaldsflokksins og einn af ráðgjöfum David Cameron forsætisráðherra, birti grein á vef Telegraph í gær þar sem hún segir netklám móta hugmyndir barna um kynlíf og ástarsambönd enda sé auðvelt fyrir hvern sem er að nálgast það.

Ummæli Perry koma í kjölfar rannsóknar sem gerð var fyrir Telegraph sem leiðir það í ljós að nærri þriðjungur skólabarna og unglinga á aldrinum 11 til 18 ára telja klám gefa raunsanna mynd af ástarsamböndum. Samkvæmt niðurstöðum sömu könnunar telja 72% þeirra að kynfræðslan eigi að ná yfir klám og önnur kynferðismál sem snúa að ungu fólki, í stað þess að einblína á getnað.

Grein þingmannsins má lesa í heild sinni á vef Telegraph.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×