Japanska ríkið fjármagnar ísvegg við Fukushima Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. september 2013 11:45 Kjarnorkuverið í Fukushima. Aftarlega á myndinni sjást geymslutankarnir, sem sumir leka. Mynd/AP Japönsk stjórnvöld tilkynntu í morgun að þau muni verja 470 milljörðum króna til að reisa eins konar ísmúr neðanjarðar milli kjarnorkuversins í Fukushima og hafsins, til að koma í veg fyrir að geislamengað vatn geti lekið út í sjó. „Í staðinn fyrir að láta TEPCO þetta eftir, þá grípur stjórnin nú inn í og tekur málið í sínar hendur,” sagði Shinzo Abe forsætisráðherra á blaðamannafundi. „Umheimurinn fylgist með því hvort okkur tekst almennilega til við að halda mengaða vatninu í skefjum, en líka hvernig tekst til við að loka öllu kjarnorkuverinu endanlega,” segir Abe. TEPCO er orkufyrirtækið sem rekur kjarnorkuverið í Fukushima, en verið eyðilagðist í náttúruhamförunum í mars árið 2011. Mikið magn af geislamenguðu vatni hefur safnast fyrir í verinu og jarðveginum í kring, bæði frá því vatni var dælt á verið til að kæla það niður og einnig vegna þess að grunnvatn heldur áfram að streyma til versins og áfram í átt til hafs. Meira en þúsund geymslutankar hafa verið reistir við verið til að halda vatninu í skefjum, en á hverjum degi bætast um 400 tonn af vatni við. Sumir þessara tanka hafa lekið, en ríkið hefur engin áform um að hjálpa TEPCO við að reisa fleiri tanka eða tryggja öryggi þeirra betur. Ísmúr af því tagi, sem ríkið ætlar nú að reisa neðanjarðar, hefur verið notaður í nokkur ár í Bandaríkjunum til að einangra kjarnorkuúrgang frá Oak Ridge tilraunastöðinni í Texas, en þar var um hríð framleitt plúton. Ýmsir sérfræðingar hafa efasemdir um þessa tækni og benda meðal annars á að rekstrarkostnaður verði hár og íþyngjandi. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Japönsk stjórnvöld tilkynntu í morgun að þau muni verja 470 milljörðum króna til að reisa eins konar ísmúr neðanjarðar milli kjarnorkuversins í Fukushima og hafsins, til að koma í veg fyrir að geislamengað vatn geti lekið út í sjó. „Í staðinn fyrir að láta TEPCO þetta eftir, þá grípur stjórnin nú inn í og tekur málið í sínar hendur,” sagði Shinzo Abe forsætisráðherra á blaðamannafundi. „Umheimurinn fylgist með því hvort okkur tekst almennilega til við að halda mengaða vatninu í skefjum, en líka hvernig tekst til við að loka öllu kjarnorkuverinu endanlega,” segir Abe. TEPCO er orkufyrirtækið sem rekur kjarnorkuverið í Fukushima, en verið eyðilagðist í náttúruhamförunum í mars árið 2011. Mikið magn af geislamenguðu vatni hefur safnast fyrir í verinu og jarðveginum í kring, bæði frá því vatni var dælt á verið til að kæla það niður og einnig vegna þess að grunnvatn heldur áfram að streyma til versins og áfram í átt til hafs. Meira en þúsund geymslutankar hafa verið reistir við verið til að halda vatninu í skefjum, en á hverjum degi bætast um 400 tonn af vatni við. Sumir þessara tanka hafa lekið, en ríkið hefur engin áform um að hjálpa TEPCO við að reisa fleiri tanka eða tryggja öryggi þeirra betur. Ísmúr af því tagi, sem ríkið ætlar nú að reisa neðanjarðar, hefur verið notaður í nokkur ár í Bandaríkjunum til að einangra kjarnorkuúrgang frá Oak Ridge tilraunastöðinni í Texas, en þar var um hríð framleitt plúton. Ýmsir sérfræðingar hafa efasemdir um þessa tækni og benda meðal annars á að rekstrarkostnaður verði hár og íþyngjandi.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira