Japanska ríkið fjármagnar ísvegg við Fukushima Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. september 2013 11:45 Kjarnorkuverið í Fukushima. Aftarlega á myndinni sjást geymslutankarnir, sem sumir leka. Mynd/AP Japönsk stjórnvöld tilkynntu í morgun að þau muni verja 470 milljörðum króna til að reisa eins konar ísmúr neðanjarðar milli kjarnorkuversins í Fukushima og hafsins, til að koma í veg fyrir að geislamengað vatn geti lekið út í sjó. „Í staðinn fyrir að láta TEPCO þetta eftir, þá grípur stjórnin nú inn í og tekur málið í sínar hendur,” sagði Shinzo Abe forsætisráðherra á blaðamannafundi. „Umheimurinn fylgist með því hvort okkur tekst almennilega til við að halda mengaða vatninu í skefjum, en líka hvernig tekst til við að loka öllu kjarnorkuverinu endanlega,” segir Abe. TEPCO er orkufyrirtækið sem rekur kjarnorkuverið í Fukushima, en verið eyðilagðist í náttúruhamförunum í mars árið 2011. Mikið magn af geislamenguðu vatni hefur safnast fyrir í verinu og jarðveginum í kring, bæði frá því vatni var dælt á verið til að kæla það niður og einnig vegna þess að grunnvatn heldur áfram að streyma til versins og áfram í átt til hafs. Meira en þúsund geymslutankar hafa verið reistir við verið til að halda vatninu í skefjum, en á hverjum degi bætast um 400 tonn af vatni við. Sumir þessara tanka hafa lekið, en ríkið hefur engin áform um að hjálpa TEPCO við að reisa fleiri tanka eða tryggja öryggi þeirra betur. Ísmúr af því tagi, sem ríkið ætlar nú að reisa neðanjarðar, hefur verið notaður í nokkur ár í Bandaríkjunum til að einangra kjarnorkuúrgang frá Oak Ridge tilraunastöðinni í Texas, en þar var um hríð framleitt plúton. Ýmsir sérfræðingar hafa efasemdir um þessa tækni og benda meðal annars á að rekstrarkostnaður verði hár og íþyngjandi. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Japönsk stjórnvöld tilkynntu í morgun að þau muni verja 470 milljörðum króna til að reisa eins konar ísmúr neðanjarðar milli kjarnorkuversins í Fukushima og hafsins, til að koma í veg fyrir að geislamengað vatn geti lekið út í sjó. „Í staðinn fyrir að láta TEPCO þetta eftir, þá grípur stjórnin nú inn í og tekur málið í sínar hendur,” sagði Shinzo Abe forsætisráðherra á blaðamannafundi. „Umheimurinn fylgist með því hvort okkur tekst almennilega til við að halda mengaða vatninu í skefjum, en líka hvernig tekst til við að loka öllu kjarnorkuverinu endanlega,” segir Abe. TEPCO er orkufyrirtækið sem rekur kjarnorkuverið í Fukushima, en verið eyðilagðist í náttúruhamförunum í mars árið 2011. Mikið magn af geislamenguðu vatni hefur safnast fyrir í verinu og jarðveginum í kring, bæði frá því vatni var dælt á verið til að kæla það niður og einnig vegna þess að grunnvatn heldur áfram að streyma til versins og áfram í átt til hafs. Meira en þúsund geymslutankar hafa verið reistir við verið til að halda vatninu í skefjum, en á hverjum degi bætast um 400 tonn af vatni við. Sumir þessara tanka hafa lekið, en ríkið hefur engin áform um að hjálpa TEPCO við að reisa fleiri tanka eða tryggja öryggi þeirra betur. Ísmúr af því tagi, sem ríkið ætlar nú að reisa neðanjarðar, hefur verið notaður í nokkur ár í Bandaríkjunum til að einangra kjarnorkuúrgang frá Oak Ridge tilraunastöðinni í Texas, en þar var um hríð framleitt plúton. Ýmsir sérfræðingar hafa efasemdir um þessa tækni og benda meðal annars á að rekstrarkostnaður verði hár og íþyngjandi.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira