Japanska ríkið fjármagnar ísvegg við Fukushima Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. september 2013 11:45 Kjarnorkuverið í Fukushima. Aftarlega á myndinni sjást geymslutankarnir, sem sumir leka. Mynd/AP Japönsk stjórnvöld tilkynntu í morgun að þau muni verja 470 milljörðum króna til að reisa eins konar ísmúr neðanjarðar milli kjarnorkuversins í Fukushima og hafsins, til að koma í veg fyrir að geislamengað vatn geti lekið út í sjó. „Í staðinn fyrir að láta TEPCO þetta eftir, þá grípur stjórnin nú inn í og tekur málið í sínar hendur,” sagði Shinzo Abe forsætisráðherra á blaðamannafundi. „Umheimurinn fylgist með því hvort okkur tekst almennilega til við að halda mengaða vatninu í skefjum, en líka hvernig tekst til við að loka öllu kjarnorkuverinu endanlega,” segir Abe. TEPCO er orkufyrirtækið sem rekur kjarnorkuverið í Fukushima, en verið eyðilagðist í náttúruhamförunum í mars árið 2011. Mikið magn af geislamenguðu vatni hefur safnast fyrir í verinu og jarðveginum í kring, bæði frá því vatni var dælt á verið til að kæla það niður og einnig vegna þess að grunnvatn heldur áfram að streyma til versins og áfram í átt til hafs. Meira en þúsund geymslutankar hafa verið reistir við verið til að halda vatninu í skefjum, en á hverjum degi bætast um 400 tonn af vatni við. Sumir þessara tanka hafa lekið, en ríkið hefur engin áform um að hjálpa TEPCO við að reisa fleiri tanka eða tryggja öryggi þeirra betur. Ísmúr af því tagi, sem ríkið ætlar nú að reisa neðanjarðar, hefur verið notaður í nokkur ár í Bandaríkjunum til að einangra kjarnorkuúrgang frá Oak Ridge tilraunastöðinni í Texas, en þar var um hríð framleitt plúton. Ýmsir sérfræðingar hafa efasemdir um þessa tækni og benda meðal annars á að rekstrarkostnaður verði hár og íþyngjandi. Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Japönsk stjórnvöld tilkynntu í morgun að þau muni verja 470 milljörðum króna til að reisa eins konar ísmúr neðanjarðar milli kjarnorkuversins í Fukushima og hafsins, til að koma í veg fyrir að geislamengað vatn geti lekið út í sjó. „Í staðinn fyrir að láta TEPCO þetta eftir, þá grípur stjórnin nú inn í og tekur málið í sínar hendur,” sagði Shinzo Abe forsætisráðherra á blaðamannafundi. „Umheimurinn fylgist með því hvort okkur tekst almennilega til við að halda mengaða vatninu í skefjum, en líka hvernig tekst til við að loka öllu kjarnorkuverinu endanlega,” segir Abe. TEPCO er orkufyrirtækið sem rekur kjarnorkuverið í Fukushima, en verið eyðilagðist í náttúruhamförunum í mars árið 2011. Mikið magn af geislamenguðu vatni hefur safnast fyrir í verinu og jarðveginum í kring, bæði frá því vatni var dælt á verið til að kæla það niður og einnig vegna þess að grunnvatn heldur áfram að streyma til versins og áfram í átt til hafs. Meira en þúsund geymslutankar hafa verið reistir við verið til að halda vatninu í skefjum, en á hverjum degi bætast um 400 tonn af vatni við. Sumir þessara tanka hafa lekið, en ríkið hefur engin áform um að hjálpa TEPCO við að reisa fleiri tanka eða tryggja öryggi þeirra betur. Ísmúr af því tagi, sem ríkið ætlar nú að reisa neðanjarðar, hefur verið notaður í nokkur ár í Bandaríkjunum til að einangra kjarnorkuúrgang frá Oak Ridge tilraunastöðinni í Texas, en þar var um hríð framleitt plúton. Ýmsir sérfræðingar hafa efasemdir um þessa tækni og benda meðal annars á að rekstrarkostnaður verði hár og íþyngjandi.
Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira