Vera Jóns Baldvins talin geta skaðað hagsmuni nemenda Karen Kjartansdóttir skrifar 31. ágúst 2013 19:17 Kennsla Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi utanríkisráðherra þótti ógna nauðsynlegum friði við Háskóla Íslands og var því ákveðið að hann yrði ekki gestakennari í haust. Þessar skýringar gefur forseti félagsvísindasviðs við Háskóla Íslands. Í Fréttablaðinu í dag gagnrýnir Jón Baldvin, ákvörðun háskólans um að hafa afturkallað beiðni um að hann kenndi námskeið um smáþjóðir í alþjóðakerfinu líkt og hann hefur gert í háskóla í borginni Vilnius í Litháen. Beiðnin var afturkölluð eftir að ákvörðunin sætti gagnrýni femínista á vefsíðunni Knúz.is vegna ósæmilegra bréfaskrifta Jóns til ungrar frænku eiginkonu sinnar þegar hann gegndi enn embætti utanríkisráðherra. Ekki náðist í Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands í dag en í skriflegum svörum frá Daða Má Kristóferssyni, forseta félagsvísindadeildar, segir meðal annars: „Háskóli Íslands leggur ríka áherslu á að rækja hlutverk sitt sem menntastofnun eins vel og auðið er. Við skipulag kennslu er eftir atvikum leitað til gestafyrirlesara utan skólans. Deilur innan skólans um fyrirkomulag kennslu eða þá einstaklinga sem fengnir eru til að sinna tilfallandi kennslu geta torveldað faglegt kennslustarf og skaðað hagsmuni nemenda. Sú ákvörðun að Jón Baldvin Hannibalsson muni ekki halda gestafyrirlestra við háskólann næsta vetur er fyrst og fremst tekin til að gera skólanum kleift að sinna hlutverki sínu og tryggja nauðsynlegan frið um starfsemina." „Gagnvart háskólanum snýst málið einungis um að tryggja nauðsynlegan vinnufrið innan skólans. Einstakir starfsmenn skólans verða sjálfir að færa rök fyrir sinni afstöðu. Skólinn leggur að öðru leyti ekki mat á þær deilur sem uppi hafa verið af þessu tilefni. Rétt er að undirstrika Jóni Baldvin hefur vandlega verið gerð grein fyrir þessum forsendum ákvörðunar háskólans." Engin sátt hefur þó myndast um málið og þykir mörgum sem þarna sé of harkalega brugðist við. Jón Baldvin hafi ekki verið ákærður fyrir dónabréfin og langur tími sé liðin síðan þau voru send. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt þessa ákvörðun Háskóla Íslands og telja að útskúfun frá störfum engum til heilla er Sigurður Hólm Gunnarsson, stjórnarmaður í lífskoðunarfélaginu Siðmennt og ritstjóri vefsíðunnar skodun.is. Hann segir að sér þyki skilaboð um að ef upp komist um glæp eða hneykslanlega háttsemi eigi fólk enga leið aftur inn í samfélagið varasöm, ekki síst fyrir ungt fólk sem hefur orðið á í lífinu. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Í Fréttablaðinu í dag gagnrýnir Jón Baldvin, ákvörðun háskólans um að hafa afturkallað beiðni um að hann kenndi námskeið um smáþjóðir í alþjóðakerfinu líkt og hann hefur gert í háskóla í borginni Vilnius í Litháen. Beiðnin var afturkölluð eftir að ákvörðunin sætti gagnrýni femínista á vefsíðunni Knúz.is vegna ósæmilegra bréfaskrifta Jóns til ungrar frænku eiginkonu sinnar þegar hann gegndi enn embætti utanríkisráðherra. Ekki náðist í Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands í dag en í skriflegum svörum frá Daða Má Kristóferssyni, forseta félagsvísindadeildar, segir meðal annars: „Háskóli Íslands leggur ríka áherslu á að rækja hlutverk sitt sem menntastofnun eins vel og auðið er. Við skipulag kennslu er eftir atvikum leitað til gestafyrirlesara utan skólans. Deilur innan skólans um fyrirkomulag kennslu eða þá einstaklinga sem fengnir eru til að sinna tilfallandi kennslu geta torveldað faglegt kennslustarf og skaðað hagsmuni nemenda. Sú ákvörðun að Jón Baldvin Hannibalsson muni ekki halda gestafyrirlestra við háskólann næsta vetur er fyrst og fremst tekin til að gera skólanum kleift að sinna hlutverki sínu og tryggja nauðsynlegan frið um starfsemina." „Gagnvart háskólanum snýst málið einungis um að tryggja nauðsynlegan vinnufrið innan skólans. Einstakir starfsmenn skólans verða sjálfir að færa rök fyrir sinni afstöðu. Skólinn leggur að öðru leyti ekki mat á þær deilur sem uppi hafa verið af þessu tilefni. Rétt er að undirstrika Jóni Baldvin hefur vandlega verið gerð grein fyrir þessum forsendum ákvörðunar háskólans." Engin sátt hefur þó myndast um málið og þykir mörgum sem þarna sé of harkalega brugðist við. Jón Baldvin hafi ekki verið ákærður fyrir dónabréfin og langur tími sé liðin síðan þau voru send. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt þessa ákvörðun Háskóla Íslands og telja að útskúfun frá störfum engum til heilla er Sigurður Hólm Gunnarsson, stjórnarmaður í lífskoðunarfélaginu Siðmennt og ritstjóri vefsíðunnar skodun.is. Hann segir að sér þyki skilaboð um að ef upp komist um glæp eða hneykslanlega háttsemi eigi fólk enga leið aftur inn í samfélagið varasöm, ekki síst fyrir ungt fólk sem hefur orðið á í lífinu.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira