Vera Jóns Baldvins talin geta skaðað hagsmuni nemenda Karen Kjartansdóttir skrifar 31. ágúst 2013 19:17 Kennsla Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi utanríkisráðherra þótti ógna nauðsynlegum friði við Háskóla Íslands og var því ákveðið að hann yrði ekki gestakennari í haust. Þessar skýringar gefur forseti félagsvísindasviðs við Háskóla Íslands. Í Fréttablaðinu í dag gagnrýnir Jón Baldvin, ákvörðun háskólans um að hafa afturkallað beiðni um að hann kenndi námskeið um smáþjóðir í alþjóðakerfinu líkt og hann hefur gert í háskóla í borginni Vilnius í Litháen. Beiðnin var afturkölluð eftir að ákvörðunin sætti gagnrýni femínista á vefsíðunni Knúz.is vegna ósæmilegra bréfaskrifta Jóns til ungrar frænku eiginkonu sinnar þegar hann gegndi enn embætti utanríkisráðherra. Ekki náðist í Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands í dag en í skriflegum svörum frá Daða Má Kristóferssyni, forseta félagsvísindadeildar, segir meðal annars: „Háskóli Íslands leggur ríka áherslu á að rækja hlutverk sitt sem menntastofnun eins vel og auðið er. Við skipulag kennslu er eftir atvikum leitað til gestafyrirlesara utan skólans. Deilur innan skólans um fyrirkomulag kennslu eða þá einstaklinga sem fengnir eru til að sinna tilfallandi kennslu geta torveldað faglegt kennslustarf og skaðað hagsmuni nemenda. Sú ákvörðun að Jón Baldvin Hannibalsson muni ekki halda gestafyrirlestra við háskólann næsta vetur er fyrst og fremst tekin til að gera skólanum kleift að sinna hlutverki sínu og tryggja nauðsynlegan frið um starfsemina." „Gagnvart háskólanum snýst málið einungis um að tryggja nauðsynlegan vinnufrið innan skólans. Einstakir starfsmenn skólans verða sjálfir að færa rök fyrir sinni afstöðu. Skólinn leggur að öðru leyti ekki mat á þær deilur sem uppi hafa verið af þessu tilefni. Rétt er að undirstrika Jóni Baldvin hefur vandlega verið gerð grein fyrir þessum forsendum ákvörðunar háskólans." Engin sátt hefur þó myndast um málið og þykir mörgum sem þarna sé of harkalega brugðist við. Jón Baldvin hafi ekki verið ákærður fyrir dónabréfin og langur tími sé liðin síðan þau voru send. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt þessa ákvörðun Háskóla Íslands og telja að útskúfun frá störfum engum til heilla er Sigurður Hólm Gunnarsson, stjórnarmaður í lífskoðunarfélaginu Siðmennt og ritstjóri vefsíðunnar skodun.is. Hann segir að sér þyki skilaboð um að ef upp komist um glæp eða hneykslanlega háttsemi eigi fólk enga leið aftur inn í samfélagið varasöm, ekki síst fyrir ungt fólk sem hefur orðið á í lífinu. Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Í Fréttablaðinu í dag gagnrýnir Jón Baldvin, ákvörðun háskólans um að hafa afturkallað beiðni um að hann kenndi námskeið um smáþjóðir í alþjóðakerfinu líkt og hann hefur gert í háskóla í borginni Vilnius í Litháen. Beiðnin var afturkölluð eftir að ákvörðunin sætti gagnrýni femínista á vefsíðunni Knúz.is vegna ósæmilegra bréfaskrifta Jóns til ungrar frænku eiginkonu sinnar þegar hann gegndi enn embætti utanríkisráðherra. Ekki náðist í Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands í dag en í skriflegum svörum frá Daða Má Kristóferssyni, forseta félagsvísindadeildar, segir meðal annars: „Háskóli Íslands leggur ríka áherslu á að rækja hlutverk sitt sem menntastofnun eins vel og auðið er. Við skipulag kennslu er eftir atvikum leitað til gestafyrirlesara utan skólans. Deilur innan skólans um fyrirkomulag kennslu eða þá einstaklinga sem fengnir eru til að sinna tilfallandi kennslu geta torveldað faglegt kennslustarf og skaðað hagsmuni nemenda. Sú ákvörðun að Jón Baldvin Hannibalsson muni ekki halda gestafyrirlestra við háskólann næsta vetur er fyrst og fremst tekin til að gera skólanum kleift að sinna hlutverki sínu og tryggja nauðsynlegan frið um starfsemina." „Gagnvart háskólanum snýst málið einungis um að tryggja nauðsynlegan vinnufrið innan skólans. Einstakir starfsmenn skólans verða sjálfir að færa rök fyrir sinni afstöðu. Skólinn leggur að öðru leyti ekki mat á þær deilur sem uppi hafa verið af þessu tilefni. Rétt er að undirstrika Jóni Baldvin hefur vandlega verið gerð grein fyrir þessum forsendum ákvörðunar háskólans." Engin sátt hefur þó myndast um málið og þykir mörgum sem þarna sé of harkalega brugðist við. Jón Baldvin hafi ekki verið ákærður fyrir dónabréfin og langur tími sé liðin síðan þau voru send. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt þessa ákvörðun Háskóla Íslands og telja að útskúfun frá störfum engum til heilla er Sigurður Hólm Gunnarsson, stjórnarmaður í lífskoðunarfélaginu Siðmennt og ritstjóri vefsíðunnar skodun.is. Hann segir að sér þyki skilaboð um að ef upp komist um glæp eða hneykslanlega háttsemi eigi fólk enga leið aftur inn í samfélagið varasöm, ekki síst fyrir ungt fólk sem hefur orðið á í lífinu.
Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira