Vera Jóns Baldvins talin geta skaðað hagsmuni nemenda Karen Kjartansdóttir skrifar 31. ágúst 2013 19:17 Kennsla Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi utanríkisráðherra þótti ógna nauðsynlegum friði við Háskóla Íslands og var því ákveðið að hann yrði ekki gestakennari í haust. Þessar skýringar gefur forseti félagsvísindasviðs við Háskóla Íslands. Í Fréttablaðinu í dag gagnrýnir Jón Baldvin, ákvörðun háskólans um að hafa afturkallað beiðni um að hann kenndi námskeið um smáþjóðir í alþjóðakerfinu líkt og hann hefur gert í háskóla í borginni Vilnius í Litháen. Beiðnin var afturkölluð eftir að ákvörðunin sætti gagnrýni femínista á vefsíðunni Knúz.is vegna ósæmilegra bréfaskrifta Jóns til ungrar frænku eiginkonu sinnar þegar hann gegndi enn embætti utanríkisráðherra. Ekki náðist í Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands í dag en í skriflegum svörum frá Daða Má Kristóferssyni, forseta félagsvísindadeildar, segir meðal annars: „Háskóli Íslands leggur ríka áherslu á að rækja hlutverk sitt sem menntastofnun eins vel og auðið er. Við skipulag kennslu er eftir atvikum leitað til gestafyrirlesara utan skólans. Deilur innan skólans um fyrirkomulag kennslu eða þá einstaklinga sem fengnir eru til að sinna tilfallandi kennslu geta torveldað faglegt kennslustarf og skaðað hagsmuni nemenda. Sú ákvörðun að Jón Baldvin Hannibalsson muni ekki halda gestafyrirlestra við háskólann næsta vetur er fyrst og fremst tekin til að gera skólanum kleift að sinna hlutverki sínu og tryggja nauðsynlegan frið um starfsemina." „Gagnvart háskólanum snýst málið einungis um að tryggja nauðsynlegan vinnufrið innan skólans. Einstakir starfsmenn skólans verða sjálfir að færa rök fyrir sinni afstöðu. Skólinn leggur að öðru leyti ekki mat á þær deilur sem uppi hafa verið af þessu tilefni. Rétt er að undirstrika Jóni Baldvin hefur vandlega verið gerð grein fyrir þessum forsendum ákvörðunar háskólans." Engin sátt hefur þó myndast um málið og þykir mörgum sem þarna sé of harkalega brugðist við. Jón Baldvin hafi ekki verið ákærður fyrir dónabréfin og langur tími sé liðin síðan þau voru send. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt þessa ákvörðun Háskóla Íslands og telja að útskúfun frá störfum engum til heilla er Sigurður Hólm Gunnarsson, stjórnarmaður í lífskoðunarfélaginu Siðmennt og ritstjóri vefsíðunnar skodun.is. Hann segir að sér þyki skilaboð um að ef upp komist um glæp eða hneykslanlega háttsemi eigi fólk enga leið aftur inn í samfélagið varasöm, ekki síst fyrir ungt fólk sem hefur orðið á í lífinu. Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Í Fréttablaðinu í dag gagnrýnir Jón Baldvin, ákvörðun háskólans um að hafa afturkallað beiðni um að hann kenndi námskeið um smáþjóðir í alþjóðakerfinu líkt og hann hefur gert í háskóla í borginni Vilnius í Litháen. Beiðnin var afturkölluð eftir að ákvörðunin sætti gagnrýni femínista á vefsíðunni Knúz.is vegna ósæmilegra bréfaskrifta Jóns til ungrar frænku eiginkonu sinnar þegar hann gegndi enn embætti utanríkisráðherra. Ekki náðist í Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands í dag en í skriflegum svörum frá Daða Má Kristóferssyni, forseta félagsvísindadeildar, segir meðal annars: „Háskóli Íslands leggur ríka áherslu á að rækja hlutverk sitt sem menntastofnun eins vel og auðið er. Við skipulag kennslu er eftir atvikum leitað til gestafyrirlesara utan skólans. Deilur innan skólans um fyrirkomulag kennslu eða þá einstaklinga sem fengnir eru til að sinna tilfallandi kennslu geta torveldað faglegt kennslustarf og skaðað hagsmuni nemenda. Sú ákvörðun að Jón Baldvin Hannibalsson muni ekki halda gestafyrirlestra við háskólann næsta vetur er fyrst og fremst tekin til að gera skólanum kleift að sinna hlutverki sínu og tryggja nauðsynlegan frið um starfsemina." „Gagnvart háskólanum snýst málið einungis um að tryggja nauðsynlegan vinnufrið innan skólans. Einstakir starfsmenn skólans verða sjálfir að færa rök fyrir sinni afstöðu. Skólinn leggur að öðru leyti ekki mat á þær deilur sem uppi hafa verið af þessu tilefni. Rétt er að undirstrika Jóni Baldvin hefur vandlega verið gerð grein fyrir þessum forsendum ákvörðunar háskólans." Engin sátt hefur þó myndast um málið og þykir mörgum sem þarna sé of harkalega brugðist við. Jón Baldvin hafi ekki verið ákærður fyrir dónabréfin og langur tími sé liðin síðan þau voru send. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt þessa ákvörðun Háskóla Íslands og telja að útskúfun frá störfum engum til heilla er Sigurður Hólm Gunnarsson, stjórnarmaður í lífskoðunarfélaginu Siðmennt og ritstjóri vefsíðunnar skodun.is. Hann segir að sér þyki skilaboð um að ef upp komist um glæp eða hneykslanlega háttsemi eigi fólk enga leið aftur inn í samfélagið varasöm, ekki síst fyrir ungt fólk sem hefur orðið á í lífinu.
Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira