Erlent

Ökumaður mótorhjóls klessti á skógarbjörn

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Betur fór en á horfðist þegar ökumaður mótorhjóls klessti á ungan skógarbjörn á hraðbraut í Kanada. 

Myndbandið sýnir ökumanninn auka hraðann upp í 140 km/klst á 20 sekúndum þegar skógarbjörninn hleypur skyndilega í veg fyrir hjólið. 

Lögreglan sagði í tilkynningu sinni að ökumaður mótorhjólsins hafi verið að framkvæma einhverskonar áhættuatriði og beint sjónum sínum að mælaborðinu í stað þess að horfa á veginn fyrir framan sig. 

Atvikið átti sér stað hinn 30. júní og ákvað lögreglan að birta það til að minna ökumenn á að hafa hugann alltaf við aksturinn.

Mótorhjólamaðurinn slasaðist töluvert við áreksturinn en björninn flúði hins vegar vettvang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×