Óhugnalegar myndir frá Sýrlandi 25. ágúst 2013 11:22 Myndirnar eru vægast sagt skelfilegr og hafa vakið mikin óhug. Mynd/AP Skelfilegar myndir frá borgarastyrjöldinni í Sýrlandi hafa vakið óhug en þar má meðal annars sjá fjölda barna sem létust í eiturvopnaárásinni á miðvikudaginn. Talið er að minnsta kosti 355 hafi látist vegna taugagaseitrunar, þar af 54 börn. Tala látinna er þó á reiki. Um 3.600 manns hafa sýnt einkenni eitrunar, að því er segir í tilkynningu frá samtökunum Læknar án landamæra. Bandaríska blaðið Boston Globe hefur tekið saman nokkrar myndir og birtir á heimasíðu sinni. Myndirnar eru sem fyrr segir skelfilegar og eru viðkvæmir varaðir við. Frá árinu 2012 hafa Læknar án landamæra unnið að því að koma á samstarfi milli sjúkrahúsa og sjúkrastöðva í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, og meðal annars séð þeim fyrir lyfjabirgðum. Vegna ástandsins í borginni hefur þó reynst erfitt að nálgast lyfin. Sjúklingarnir hafa aðallega leitað á þrjú sjúkrahús í Damaskus og segir starfsfólk sjúklinga sýna ýmis einkenni taugagaseitrunar. „Læknar án landamæra geta ekki með vísindalegum hætti staðfest hver ástæða einkennana eru né hver er ábyrgur fyrir árásunum,“ er haft eftir Dr. Bart Janssens, yfirmanni Lækna án landamæra á svæðinu. Hann segir þó allt benda til þess að um einhverskonar efnavopn hafi verið notuð. „Það stangast algjörlega á við öll alþjóðlög sem banna alla notkun á efnavopnum.“ Andstæðingar Bashar al-Assad forseta segja að stjórnarherinn standi að baki árásunum sem áttu sér stað í úthverfum Damaskus á miðvikudaginn var. Þeir vilja að eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna rannsaki málið. Francois Hollande, forseti Frakklands, hefur tekið undir með andstæðingum al-Assad og segir stjórnarherinn ábyrgan fyrir efnavopnaárásunum. Hollande fór fram á það að vopnaeftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna yrði veittur aðgangur að vettvangi árásanna. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ræddust við í gær og segjast halda öllum möguleikum opnum varðandi það hvort ákveðið verði að ráðast inn í Sýrland. Þeir eru sammála um það að komi í ljós að meint notkun efnavopna reynist á rökum reist megi búast við „alvarlegum“ aðgerðum af þeirra hálfu. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Skelfilegar myndir frá borgarastyrjöldinni í Sýrlandi hafa vakið óhug en þar má meðal annars sjá fjölda barna sem létust í eiturvopnaárásinni á miðvikudaginn. Talið er að minnsta kosti 355 hafi látist vegna taugagaseitrunar, þar af 54 börn. Tala látinna er þó á reiki. Um 3.600 manns hafa sýnt einkenni eitrunar, að því er segir í tilkynningu frá samtökunum Læknar án landamæra. Bandaríska blaðið Boston Globe hefur tekið saman nokkrar myndir og birtir á heimasíðu sinni. Myndirnar eru sem fyrr segir skelfilegar og eru viðkvæmir varaðir við. Frá árinu 2012 hafa Læknar án landamæra unnið að því að koma á samstarfi milli sjúkrahúsa og sjúkrastöðva í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, og meðal annars séð þeim fyrir lyfjabirgðum. Vegna ástandsins í borginni hefur þó reynst erfitt að nálgast lyfin. Sjúklingarnir hafa aðallega leitað á þrjú sjúkrahús í Damaskus og segir starfsfólk sjúklinga sýna ýmis einkenni taugagaseitrunar. „Læknar án landamæra geta ekki með vísindalegum hætti staðfest hver ástæða einkennana eru né hver er ábyrgur fyrir árásunum,“ er haft eftir Dr. Bart Janssens, yfirmanni Lækna án landamæra á svæðinu. Hann segir þó allt benda til þess að um einhverskonar efnavopn hafi verið notuð. „Það stangast algjörlega á við öll alþjóðlög sem banna alla notkun á efnavopnum.“ Andstæðingar Bashar al-Assad forseta segja að stjórnarherinn standi að baki árásunum sem áttu sér stað í úthverfum Damaskus á miðvikudaginn var. Þeir vilja að eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna rannsaki málið. Francois Hollande, forseti Frakklands, hefur tekið undir með andstæðingum al-Assad og segir stjórnarherinn ábyrgan fyrir efnavopnaárásunum. Hollande fór fram á það að vopnaeftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna yrði veittur aðgangur að vettvangi árásanna. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ræddust við í gær og segjast halda öllum möguleikum opnum varðandi það hvort ákveðið verði að ráðast inn í Sýrland. Þeir eru sammála um það að komi í ljós að meint notkun efnavopna reynist á rökum reist megi búast við „alvarlegum“ aðgerðum af þeirra hálfu.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira