Óhugnalegar myndir frá Sýrlandi 25. ágúst 2013 11:22 Myndirnar eru vægast sagt skelfilegr og hafa vakið mikin óhug. Mynd/AP Skelfilegar myndir frá borgarastyrjöldinni í Sýrlandi hafa vakið óhug en þar má meðal annars sjá fjölda barna sem létust í eiturvopnaárásinni á miðvikudaginn. Talið er að minnsta kosti 355 hafi látist vegna taugagaseitrunar, þar af 54 börn. Tala látinna er þó á reiki. Um 3.600 manns hafa sýnt einkenni eitrunar, að því er segir í tilkynningu frá samtökunum Læknar án landamæra. Bandaríska blaðið Boston Globe hefur tekið saman nokkrar myndir og birtir á heimasíðu sinni. Myndirnar eru sem fyrr segir skelfilegar og eru viðkvæmir varaðir við. Frá árinu 2012 hafa Læknar án landamæra unnið að því að koma á samstarfi milli sjúkrahúsa og sjúkrastöðva í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, og meðal annars séð þeim fyrir lyfjabirgðum. Vegna ástandsins í borginni hefur þó reynst erfitt að nálgast lyfin. Sjúklingarnir hafa aðallega leitað á þrjú sjúkrahús í Damaskus og segir starfsfólk sjúklinga sýna ýmis einkenni taugagaseitrunar. „Læknar án landamæra geta ekki með vísindalegum hætti staðfest hver ástæða einkennana eru né hver er ábyrgur fyrir árásunum,“ er haft eftir Dr. Bart Janssens, yfirmanni Lækna án landamæra á svæðinu. Hann segir þó allt benda til þess að um einhverskonar efnavopn hafi verið notuð. „Það stangast algjörlega á við öll alþjóðlög sem banna alla notkun á efnavopnum.“ Andstæðingar Bashar al-Assad forseta segja að stjórnarherinn standi að baki árásunum sem áttu sér stað í úthverfum Damaskus á miðvikudaginn var. Þeir vilja að eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna rannsaki málið. Francois Hollande, forseti Frakklands, hefur tekið undir með andstæðingum al-Assad og segir stjórnarherinn ábyrgan fyrir efnavopnaárásunum. Hollande fór fram á það að vopnaeftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna yrði veittur aðgangur að vettvangi árásanna. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ræddust við í gær og segjast halda öllum möguleikum opnum varðandi það hvort ákveðið verði að ráðast inn í Sýrland. Þeir eru sammála um það að komi í ljós að meint notkun efnavopna reynist á rökum reist megi búast við „alvarlegum“ aðgerðum af þeirra hálfu. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Skelfilegar myndir frá borgarastyrjöldinni í Sýrlandi hafa vakið óhug en þar má meðal annars sjá fjölda barna sem létust í eiturvopnaárásinni á miðvikudaginn. Talið er að minnsta kosti 355 hafi látist vegna taugagaseitrunar, þar af 54 börn. Tala látinna er þó á reiki. Um 3.600 manns hafa sýnt einkenni eitrunar, að því er segir í tilkynningu frá samtökunum Læknar án landamæra. Bandaríska blaðið Boston Globe hefur tekið saman nokkrar myndir og birtir á heimasíðu sinni. Myndirnar eru sem fyrr segir skelfilegar og eru viðkvæmir varaðir við. Frá árinu 2012 hafa Læknar án landamæra unnið að því að koma á samstarfi milli sjúkrahúsa og sjúkrastöðva í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, og meðal annars séð þeim fyrir lyfjabirgðum. Vegna ástandsins í borginni hefur þó reynst erfitt að nálgast lyfin. Sjúklingarnir hafa aðallega leitað á þrjú sjúkrahús í Damaskus og segir starfsfólk sjúklinga sýna ýmis einkenni taugagaseitrunar. „Læknar án landamæra geta ekki með vísindalegum hætti staðfest hver ástæða einkennana eru né hver er ábyrgur fyrir árásunum,“ er haft eftir Dr. Bart Janssens, yfirmanni Lækna án landamæra á svæðinu. Hann segir þó allt benda til þess að um einhverskonar efnavopn hafi verið notuð. „Það stangast algjörlega á við öll alþjóðlög sem banna alla notkun á efnavopnum.“ Andstæðingar Bashar al-Assad forseta segja að stjórnarherinn standi að baki árásunum sem áttu sér stað í úthverfum Damaskus á miðvikudaginn var. Þeir vilja að eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna rannsaki málið. Francois Hollande, forseti Frakklands, hefur tekið undir með andstæðingum al-Assad og segir stjórnarherinn ábyrgan fyrir efnavopnaárásunum. Hollande fór fram á það að vopnaeftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna yrði veittur aðgangur að vettvangi árásanna. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ræddust við í gær og segjast halda öllum möguleikum opnum varðandi það hvort ákveðið verði að ráðast inn í Sýrland. Þeir eru sammála um það að komi í ljós að meint notkun efnavopna reynist á rökum reist megi búast við „alvarlegum“ aðgerðum af þeirra hálfu.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira