Assad segist ekki hafa notað efnavopn 26. ágúst 2013 08:40 Bahar al-Assad Sýrlandsforseti þvertekur fyrir að stjórnarherinn hafi beitt efnavopnum í árás á hverfi uppreisnarmanna. NordicPhotos/AFP Bashar al-Assad Sýrlandsforseti þvertekur fyrir að herir hans hafi beitt efnavopnum í árás á úthverfi Damaskusar í síðustu viku, en þar er talið að hundruð manna hafi látist. Bandaríkin segja engan vafa leika á því að stjórnarherinn beri ábyrgð á sprengjuárásinni sem var gerð á hverfi sem er undir stjórn uppreisnarhópa. Meðal annars var eiturgasi beitt í árásinni, en myndefni frá eftirleik árásarinnar vakti mikinn óhug um heim allan. Assad segir hins vegar í samtali við rússneska dagblaðið Izvestia að ásakanirnar á hendur stjórnarhernum séu sprottnar af pólitískum rótum. „Þetta er þvættingur!“ sagði Assad í viðtalinu sem birtist fyrr í morgun. „Þeir kasta fram ásökunum og svo fara þeir að safna gögnum.“ Forsetinn sagði að árás á umrætt hverfi myndi ekki þjóna tilgangi stjórnarhersins á nokkurn hátt, enda væru skilin milli yfirráðasvæða uppreisnarhópa og stjórnarhersins afar óljós. Sýrland samþykkti í gær að hleypa rannsóknarteymi frá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) á vettvang til að rannsaka hvað átti sér stað þar, en AP fréttastofan hefur eftir háttsettum heimildarmanni í Hvíta húsinu að samkomulag um slíkt komi of seint til að vera trúverðugt. Frakkland, Bretland, Ísrael og allnokkrir bandarískir þingmenn hafa hvatt til hernaðaraðgerða gegn Assad ef sannað þykir að efnavopnum hefi verið beitt, þannig að niðurstöður rannsóknarteymisins gætu haft mikil áhrif á framvindu mála í Sýrlandi. Enda lýsti Barack Obama Bandaríkjaforseti því yfir á fyrri stigum borgarastyrjaldarinnar að notkun efnavopna þýddi að fari hafi verið yfir "rauða línu" þar sem Bandaríkin færu að velta fyrir sér beinum hernaðarafskiptum. Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um hernaðaríhlutun, en allar aðgerðir yrðu í samræmi við tilefnið. „Um það verður samið næstu daga,“ sagði Fabius í útvarpsviðtali í morgun og bætti því við að það myndi flækja málin ef ekki næðist samstaða á vettvangi SÞ. Allt væri þó enn uppi á borðum. „Það eina sem er útilokað er að gera ekki neitt,“ sagði hann. Í morgun sagði svo utanríkisráðherra Tyrklands að þeir væru tilbúnir í að grípa til aðgerða gegn Sýrlandsstjórn, hvort sem samþykki SÞ fengist eður ei. Sagði hann 36 eða 37 ríki væru að ræða valkosti í stöðunni. Tyrkland hefur stutt stjórnarandstöðuna í Sýrlandi, sem og uppreisnarhópa, með ráðum og dáð undanfarin misseri. Rússnesk yfirvöld, sem styðja Sýrlandsstjórn, sögðu í yfirlýsingu í síðustu viku að ásakanirnar gætu verið tilraun til þess að ná afla fylgis við stjórnarandstöðuhópana í Sýrlandi innan Öryggisráðs SÞ, og grafa undan tilraunum til að leysa stríðið með því að kalla til friðarsamningaviðræðna í Genf. Borgarastyrjöld hefur geysað í Sýrlandi í rúm tvö ár þar sem stjórnarherinn berst við fjölmarga hópa uppreisnarmanna sem miða að því að velta Assad af stóli. Hér má sjá nánari útlistun á því hvernig málum var komið fyrr í sumar. Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Bashar al-Assad Sýrlandsforseti þvertekur fyrir að herir hans hafi beitt efnavopnum í árás á úthverfi Damaskusar í síðustu viku, en þar er talið að hundruð manna hafi látist. Bandaríkin segja engan vafa leika á því að stjórnarherinn beri ábyrgð á sprengjuárásinni sem var gerð á hverfi sem er undir stjórn uppreisnarhópa. Meðal annars var eiturgasi beitt í árásinni, en myndefni frá eftirleik árásarinnar vakti mikinn óhug um heim allan. Assad segir hins vegar í samtali við rússneska dagblaðið Izvestia að ásakanirnar á hendur stjórnarhernum séu sprottnar af pólitískum rótum. „Þetta er þvættingur!“ sagði Assad í viðtalinu sem birtist fyrr í morgun. „Þeir kasta fram ásökunum og svo fara þeir að safna gögnum.“ Forsetinn sagði að árás á umrætt hverfi myndi ekki þjóna tilgangi stjórnarhersins á nokkurn hátt, enda væru skilin milli yfirráðasvæða uppreisnarhópa og stjórnarhersins afar óljós. Sýrland samþykkti í gær að hleypa rannsóknarteymi frá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) á vettvang til að rannsaka hvað átti sér stað þar, en AP fréttastofan hefur eftir háttsettum heimildarmanni í Hvíta húsinu að samkomulag um slíkt komi of seint til að vera trúverðugt. Frakkland, Bretland, Ísrael og allnokkrir bandarískir þingmenn hafa hvatt til hernaðaraðgerða gegn Assad ef sannað þykir að efnavopnum hefi verið beitt, þannig að niðurstöður rannsóknarteymisins gætu haft mikil áhrif á framvindu mála í Sýrlandi. Enda lýsti Barack Obama Bandaríkjaforseti því yfir á fyrri stigum borgarastyrjaldarinnar að notkun efnavopna þýddi að fari hafi verið yfir "rauða línu" þar sem Bandaríkin færu að velta fyrir sér beinum hernaðarafskiptum. Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um hernaðaríhlutun, en allar aðgerðir yrðu í samræmi við tilefnið. „Um það verður samið næstu daga,“ sagði Fabius í útvarpsviðtali í morgun og bætti því við að það myndi flækja málin ef ekki næðist samstaða á vettvangi SÞ. Allt væri þó enn uppi á borðum. „Það eina sem er útilokað er að gera ekki neitt,“ sagði hann. Í morgun sagði svo utanríkisráðherra Tyrklands að þeir væru tilbúnir í að grípa til aðgerða gegn Sýrlandsstjórn, hvort sem samþykki SÞ fengist eður ei. Sagði hann 36 eða 37 ríki væru að ræða valkosti í stöðunni. Tyrkland hefur stutt stjórnarandstöðuna í Sýrlandi, sem og uppreisnarhópa, með ráðum og dáð undanfarin misseri. Rússnesk yfirvöld, sem styðja Sýrlandsstjórn, sögðu í yfirlýsingu í síðustu viku að ásakanirnar gætu verið tilraun til þess að ná afla fylgis við stjórnarandstöðuhópana í Sýrlandi innan Öryggisráðs SÞ, og grafa undan tilraunum til að leysa stríðið með því að kalla til friðarsamningaviðræðna í Genf. Borgarastyrjöld hefur geysað í Sýrlandi í rúm tvö ár þar sem stjórnarherinn berst við fjölmarga hópa uppreisnarmanna sem miða að því að velta Assad af stóli. Hér má sjá nánari útlistun á því hvernig málum var komið fyrr í sumar.
Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira