Erlent

Berlusconi líklega í stofufangelsi

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu.
Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu.
Hæstiréttur á Ítalíu staðfesti fjögurra ára fangelsisdóm yfir Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra, vegna skattsvika í tengslum við fjölmiðlafyrirtæki hans, Mediaset.

Vegna aldurs þarf hann þó varla að afplána dóminn í fangelsi, heldur fær að velja á milli hvort hann vill vera í stofufangelsi eða gegna samfélagsþjónustu. Hann hefur áður sagt að hann muni velja stofufangelsið.

Dómstóllinn vísaði hins vegar aftur til undirréttar hvort Berlusconi verði bannað að gegna opinberu embætti, meðal annars þingmennsku. Hann má því sitja á þingi áfram.

Berlusconi var í undirrétti dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar og fimm ára banns við því að gegna opinberu embætti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×