Fótbolti

Frábærar vörslur hjá Gulla í Kasakstan

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Breiðablik tapaði fyrri leik sínum gegn Aktobe frá Kasakstan 1-0. Eftir hetjulega frammistöðu Blika skoruðu heimamenn sigurmarkið á 90. mínútu úr vítaspyrnu.

Gunnleifur Gunnleifsson stóð vaktina svo sannarlega vel í marki Blika líkt og hann hefur gert í öllum leikjum Blika í keppninni. Markið var það fyrsta sem liðið fær á sig í fimm leikjum í forkeppni Evrópudeildar. Þá hélt liðið einnig hreinu í síðasta Evrópuleik sínum, 2-0 sigri á Rosenborg í forkeppni Meistaradeildar Evrópu sumarið 2011.

Í spilaranum að ofan má sjá helstu atvik úr leiknum í Aktobe í gær. Íþróttastöðin í Kasakstan kýs þó að sýna ekki brotið sem leiddi til vítaspyrnunnar í blálokin. Blikar voru afar ósáttir og töldu dóminn rangan.

Gunnleifur, sem varði vítaspyrnu frá liðsmanni St. Coloma í 1. umferðinni, var svo hársbreidd frá því að verja spyrnu heimamanna.
Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×