Bandaríkin loka 20 sendiherrabústöðum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 4. ágúst 2013 16:58 Bandaríkjamenn óttast hryðjuverk. Bandarísk yfirvöld lokuðu í dag sendiherrabústöðum sínum vítt og breitt um Austurlönd nær. Lokanirnar taka meðal annars til sendiráða í Bagdad, Dúbaí, Kúveit og Kaíró í Egyptalandi. Sendiráðin sem lokað er eru yfir 20 talsins. Tilefnið er yfirvofandi árás hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda. Fulltrúar frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafa fundað með stjórnendum leyniþjónustu Bandaríkjanna, alríkislögreglunni og Barack Obama, Bandaríkjaforseta. Bandaríska stórblaðið The New York Times greinir frá því í dag að líkur séu á að skotmörk al-Qaeda séu miðpunktar almenningssamgangna nokkurra stórborga ásamt innviðum ferðaþjónustu. Þá voru viðvaranir gefnar út til allra bandarískra ríkisborgara á faraldsfæti í gær um að hafa varann á. Fréttamiðlar vestanhafs hafa greint frá því að viðbúnaðurinn tengist fangelsisflótta fjölmargra liðsmanna al-Qaeda í Írak, Pakistan og Líbíu á síðustu dögum. Bandarísk yfirvöld byggja grunsemdir sínar á rafrænum samskiptum milli háttsettra stjórnenda al-Qaeda. Grunur leikur á að samtökin hafi staðið að baki hryðjuverkaárásum og öðrum ódæðum síðustu daga. Fréttaveitan AFP hefur eftir talsmanni Barack Obama, Bandaríkjaforseta, að áform hryðjuverkasamtakanna séu tekin alvarlega og að allt verði gert til að tryggja öryggi bandarískra ríkisborgara. Upplýsingar úr utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna heldur óljósar. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að al-Qaeda hyggist fremja ódæði af einhverjum toga í Austurlöndum nær eða Norður-Afríku. Viðvörunin nær til 31. ágúst næstkomandi og eru bandarískir ríkisborgarar hvattir til að vera á varðbergi þegar þeir ferðast út fyrir landsteinana. Viðbúnaður bandarískra stjórnvalda kemur þó ekki á óvart enda er tæpt ár síðan hryðjuverkamenn réðust á ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í Benghazi í Líbíu. Fjórir Bandaríkjamenn létust í árásinni, þar á meðal sendiherra Bandaríkjanna í Líbíu. Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fleiri fréttir Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Sjá meira
Bandarísk yfirvöld lokuðu í dag sendiherrabústöðum sínum vítt og breitt um Austurlönd nær. Lokanirnar taka meðal annars til sendiráða í Bagdad, Dúbaí, Kúveit og Kaíró í Egyptalandi. Sendiráðin sem lokað er eru yfir 20 talsins. Tilefnið er yfirvofandi árás hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda. Fulltrúar frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafa fundað með stjórnendum leyniþjónustu Bandaríkjanna, alríkislögreglunni og Barack Obama, Bandaríkjaforseta. Bandaríska stórblaðið The New York Times greinir frá því í dag að líkur séu á að skotmörk al-Qaeda séu miðpunktar almenningssamgangna nokkurra stórborga ásamt innviðum ferðaþjónustu. Þá voru viðvaranir gefnar út til allra bandarískra ríkisborgara á faraldsfæti í gær um að hafa varann á. Fréttamiðlar vestanhafs hafa greint frá því að viðbúnaðurinn tengist fangelsisflótta fjölmargra liðsmanna al-Qaeda í Írak, Pakistan og Líbíu á síðustu dögum. Bandarísk yfirvöld byggja grunsemdir sínar á rafrænum samskiptum milli háttsettra stjórnenda al-Qaeda. Grunur leikur á að samtökin hafi staðið að baki hryðjuverkaárásum og öðrum ódæðum síðustu daga. Fréttaveitan AFP hefur eftir talsmanni Barack Obama, Bandaríkjaforseta, að áform hryðjuverkasamtakanna séu tekin alvarlega og að allt verði gert til að tryggja öryggi bandarískra ríkisborgara. Upplýsingar úr utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna heldur óljósar. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að al-Qaeda hyggist fremja ódæði af einhverjum toga í Austurlöndum nær eða Norður-Afríku. Viðvörunin nær til 31. ágúst næstkomandi og eru bandarískir ríkisborgarar hvattir til að vera á varðbergi þegar þeir ferðast út fyrir landsteinana. Viðbúnaður bandarískra stjórnvalda kemur þó ekki á óvart enda er tæpt ár síðan hryðjuverkamenn réðust á ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í Benghazi í Líbíu. Fjórir Bandaríkjamenn létust í árásinni, þar á meðal sendiherra Bandaríkjanna í Líbíu.
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fleiri fréttir Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Sjá meira