George W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, fór í hjartaaðgerð í borginni Dallas í Texas í morgun. Við reglubundna skoðun fannst stífla í slagæð við hjartað og var hann í kjölfarið sendur strax í aðgerð.
Bush, sem er orðinn 67 ára gamall, líður vel eftir aðgerðina að sögn talsmanns hans. Búist er við að hann snúi til síns heima á morgun.
Hann býr nú Dallas ásamt eiginkonu sinni, Lauru Bush.
