Erlent

Flugvallarbygging í ljósum logum

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Þykkan reyk leggur til himins frá flugvellinum í Naíróbí.
Þykkan reyk leggur til himins frá flugvellinum í Naíróbí. Nordicphotos/AFP
Komusalur alþjóðaflugvallarins í Naíróbí, höfuðborg Kenía, eyðilagðist í eldi í morgun. Ekkert manntjón varð.

Ekkert bendir til hryðjuverks, þótt í dag séu liðin 15 frá sprengjuárásum á sendiráð Bandaríkjanna í Naíróbí og Dar es Salam.

Farþegar hafa skýrt frá því að viðbrögð slökkviliðs hafi verið seinvirk og ómarkviss, enda slökkviliðið sagt bæði fáliðað og illa búið.

Eldurinn logaði í nokkra klukkutíma áður en slökkviliðinu tókst að hemja hann.

Þykkan og svartan reyk lagði frá byggingunni og sást langt að.

„Þetta var risastórt, reykurinn gekk í bylgjum, og virtist aldrei ætla að hætta,” hefur AP fréttastofan eftir Barry Fisher, einum flugvallargestanna sem hafði ætlað sér að fljúga til Eþíópíu í morgun.

Loka þurfti flugvellinum, sem er sá stærsti í austanverðri Afríku. Öllu flugi til landsins þurfti að beina annað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×