Fótbolti

„Djöfulgangur Elfars Árna mun hjálpa Blikum"

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Elfar Árni í eldlínunni í Evrópudeildinni í sumar.
Elfar Árni í eldlínunni í Evrópudeildinni í sumar. Mynd/Vilhelm
„Hann er ákveðinn og vinnusamur. Hann mun gefa okkur mikið í leiknum," segir Ólafur Kristjánsson þjálfari Blika um Húsvíkinginn í liði sínu.

Breiðablik tekur á móti Aktobe frá Kasakstan í síðari leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Elfar Árni Aðalsteinsson er klár í slaginn eftir að hafa tekið út leikbann í fyrri leiknum ytra.

„Við söknuðum hans að vissu leyti í leiknum úti þótt aðrir hafi staðið sig vel. Það er þessi djöfulgangur sem kemur með honum sem hjálpar liðinu mikið," segir Ólafur.

Elfar Freyr Helgason samdi við Breiðablik undir lok félagaskiptagluggans. Það kom nokkuð á óvart að miðvörðurinn var ekki í leikmannahópi Blika gegn Fram í undanúrslitum bikarsins á sunnudaginn þar sem Blikar töpuðu 2-1. Mikið álag hefur verið á Blikum undanfarnar fimm vikur og hefði einhver talið að nýta mætti Elfar Frey í leiki sem þessa.

„Kannski hefði Elfar Freyr átt að vera í hópnum á sunnudaginn," veltir Ólafur fyrir sér. Hann bætir við að vel geti verið að Elfar Freyr verði í hópnum í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×