Borgar á annan milljarð samtals fyrir afnot af Perlunni Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. ágúst 2013 18:50 Ríkissjóður þarf að borga 80 milljónir króna á ári í leigu fyrir afnot af Perlunni undir Náttúruminjasafn Íslands eða samtals vel á annan milljarð króna á samningstímanum. Samningurinn er til 15 ára og er óuppsaegjanlegur. Stjórnarþingmenn gagnrýna leiguna og segja hana óeðlilega háa. Sýning Náttúruminjasafnsins verður á fyrstu hæðinni í Perlunni, en auk leigu á hæðinni fylgir leiga á einum tanki. Munirnir sem verða á sýningunni hafa verið lengi í bráðabirgðahúsnæði í gömlu loftskeytastöðinni í Vesturbænum Við suðurgötu 43. Almennilegan sýningarstað hefur vantað undir þessa muni og samkvæmt áætlunum á safnið að opna haustið 2014. Stjórnarþingmenn eins og Guðlaugur Þór Þórðarson segja að sýningarstaðurinn sé full dýru verði leigður. Sérstaklega á tímum aðhalds í ríkisfjármálum. Guðlaugi Þór finnst einnig hæpið að samningurinn sé óuppsegjanlegur, en hann er gerður með fyrirvara um samþykki Alþingis.Milljarða fjárhæðir „sem á að senda á skattgreiðendur“ „Það er áhugavert að sjá að samningurinn er óuppsegjanlegur til 15 ára og það er ekki hægt að sjá að þarna sé um lága leigu að ræða. Þegar allt er tekið, uppsetningin og annað slíkt þá er um að ræða milljarða upphæðir sem á að senda á skattgreiðendur. Það eina góða við þennan samning er að hann hefur ekki verið samþykktur af hálfu Alþingis. Það kemur því til kasta þingsins í haust hvort menn vilja forgangsraða með þeim hætti að menn setji milljarða í þetta verkefni,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir að nú verði að forgangsraða í ríkisfjármálum, enda sé ríkið að greiða tvöfalda þá fjárhæð sem fer í rekstur heilbrigðiskerfisins í vexti af lánum ríkissjóðs. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að samningurinn sé sanngjarn fyrir bæði ríki og borg. „Borgin keypti Perluna og leggur um hundrað milljónir króna í breytingar á henni svo af þessari sýningu geti orðið. Leigan stendur í raun bara undir þeirri fjárfestingu (kaupunum á Perlunni innsk.blm) en ekkert umfram það. Þetta er ekki samningur sem er gerður til að græða á leigunni heldur fremur til að njóta góðs af því að þarna opni gott náttúruminjasafn,“ segir Dagur. Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Ríkissjóður þarf að borga 80 milljónir króna á ári í leigu fyrir afnot af Perlunni undir Náttúruminjasafn Íslands eða samtals vel á annan milljarð króna á samningstímanum. Samningurinn er til 15 ára og er óuppsaegjanlegur. Stjórnarþingmenn gagnrýna leiguna og segja hana óeðlilega háa. Sýning Náttúruminjasafnsins verður á fyrstu hæðinni í Perlunni, en auk leigu á hæðinni fylgir leiga á einum tanki. Munirnir sem verða á sýningunni hafa verið lengi í bráðabirgðahúsnæði í gömlu loftskeytastöðinni í Vesturbænum Við suðurgötu 43. Almennilegan sýningarstað hefur vantað undir þessa muni og samkvæmt áætlunum á safnið að opna haustið 2014. Stjórnarþingmenn eins og Guðlaugur Þór Þórðarson segja að sýningarstaðurinn sé full dýru verði leigður. Sérstaklega á tímum aðhalds í ríkisfjármálum. Guðlaugi Þór finnst einnig hæpið að samningurinn sé óuppsegjanlegur, en hann er gerður með fyrirvara um samþykki Alþingis.Milljarða fjárhæðir „sem á að senda á skattgreiðendur“ „Það er áhugavert að sjá að samningurinn er óuppsegjanlegur til 15 ára og það er ekki hægt að sjá að þarna sé um lága leigu að ræða. Þegar allt er tekið, uppsetningin og annað slíkt þá er um að ræða milljarða upphæðir sem á að senda á skattgreiðendur. Það eina góða við þennan samning er að hann hefur ekki verið samþykktur af hálfu Alþingis. Það kemur því til kasta þingsins í haust hvort menn vilja forgangsraða með þeim hætti að menn setji milljarða í þetta verkefni,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir að nú verði að forgangsraða í ríkisfjármálum, enda sé ríkið að greiða tvöfalda þá fjárhæð sem fer í rekstur heilbrigðiskerfisins í vexti af lánum ríkissjóðs. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að samningurinn sé sanngjarn fyrir bæði ríki og borg. „Borgin keypti Perluna og leggur um hundrað milljónir króna í breytingar á henni svo af þessari sýningu geti orðið. Leigan stendur í raun bara undir þeirri fjárfestingu (kaupunum á Perlunni innsk.blm) en ekkert umfram það. Þetta er ekki samningur sem er gerður til að græða á leigunni heldur fremur til að njóta góðs af því að þarna opni gott náttúruminjasafn,“ segir Dagur.
Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira