Málshöfðunin tilraun til þöggunar Hrund Þórsdóttir skrifar 21. júlí 2013 11:45 Gunnar Ingi Jóhannsson, héraðsdómslögmaður, segir svipaða atburðarás farna af stað eins og fyrir nokkrum árum, en þá hafi eigendur sambærilegra staða höfðað mál vegna svipaðra ummæla. samsett mynd Nú fyrir helgina stefndu eigendur kampavínsstaðanna VIP Club og Crystal borgarfulltrúanum Björk Vilhelmsdóttur og Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur, forstöðukonu vændisathvarfsins, fyrir ummæli þeirra um að svo virtist sem vændi og mansal væri stundað í tengslum við staðina. Þær hafa frest til morguns til að biðjast afsökunar á ummælunum og greiða miskabætur, ella verður höfðað meiðyrðamál gegn þeim. Gunnar Ingi Jóhannsson, héraðsdómslögmaður, segir svipaða atburðarás farna af stað eins og fyrir nokkrum árum, en þá hafi eigendur sambærilegra staða höfðað mál vegna svipaðra ummæla. Lögmaður VIP Club og Crystal hefur bent á að ummæli í þeim málum hafi verið dæmd dauð og ómerk en málin tvö sem um ræðir, sem snertu starfsemi staðarins Goldfinger, fóru fyrir Mannréttindadómstólinn og unnust þar. „Íslenskir dómstólar hafa fjallað um sambærileg mál og mörk tjáningarfrelsis varðandi starfsemi sambærilegra staða en það hefur Mannréttindadómstóllinn líka gert og komist að þeirri niðustöðu að niðurstaða íslenskra dómstóla hafi brotið gegn grundvallarmannréttindum með því að takmarka um of tjáningarfrelsi,“ segir Gunnar, og bætir því við að ef íslenskir dómstólar ætli sér að taka mark á niðurstöðum Mannréttindadómstólsins ættu konurnar tvær sem stefnt er nú ekki að þurfa að hafa áhyggjur af málsóknum. „Þeir sem reka starfsemi sem þessa eru að útsetja sig fyrir umræðu og verða að þola umræðu um þessa staði alveg sama þó að hún sé óvægin.“ Gunnar segir umræðu um staði sem þessa í gangi í öllum löndum Evrópu. Hún eigi fullt erindi við almenning og margir hafi skoðun á því hvort starfsemin eigi að líðast í samfélaginu. „Þetta er mál sem á fullt og brýnt erindi við almenning og nauðsynlegt að það sé fjallað um það frá öllum hliðum og óhindrað og það verða þeir sem stunda þessa starfsemi að þola.“ Tengdar fréttir Lögregla tók skýrslur af starfsfólki VIP Club Engin merki um meint vændi eða mansal að sögn lögmanns eigenda staðarins. 20. júlí 2013 12:25 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Nú fyrir helgina stefndu eigendur kampavínsstaðanna VIP Club og Crystal borgarfulltrúanum Björk Vilhelmsdóttur og Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur, forstöðukonu vændisathvarfsins, fyrir ummæli þeirra um að svo virtist sem vændi og mansal væri stundað í tengslum við staðina. Þær hafa frest til morguns til að biðjast afsökunar á ummælunum og greiða miskabætur, ella verður höfðað meiðyrðamál gegn þeim. Gunnar Ingi Jóhannsson, héraðsdómslögmaður, segir svipaða atburðarás farna af stað eins og fyrir nokkrum árum, en þá hafi eigendur sambærilegra staða höfðað mál vegna svipaðra ummæla. Lögmaður VIP Club og Crystal hefur bent á að ummæli í þeim málum hafi verið dæmd dauð og ómerk en málin tvö sem um ræðir, sem snertu starfsemi staðarins Goldfinger, fóru fyrir Mannréttindadómstólinn og unnust þar. „Íslenskir dómstólar hafa fjallað um sambærileg mál og mörk tjáningarfrelsis varðandi starfsemi sambærilegra staða en það hefur Mannréttindadómstóllinn líka gert og komist að þeirri niðustöðu að niðurstaða íslenskra dómstóla hafi brotið gegn grundvallarmannréttindum með því að takmarka um of tjáningarfrelsi,“ segir Gunnar, og bætir því við að ef íslenskir dómstólar ætli sér að taka mark á niðurstöðum Mannréttindadómstólsins ættu konurnar tvær sem stefnt er nú ekki að þurfa að hafa áhyggjur af málsóknum. „Þeir sem reka starfsemi sem þessa eru að útsetja sig fyrir umræðu og verða að þola umræðu um þessa staði alveg sama þó að hún sé óvægin.“ Gunnar segir umræðu um staði sem þessa í gangi í öllum löndum Evrópu. Hún eigi fullt erindi við almenning og margir hafi skoðun á því hvort starfsemin eigi að líðast í samfélaginu. „Þetta er mál sem á fullt og brýnt erindi við almenning og nauðsynlegt að það sé fjallað um það frá öllum hliðum og óhindrað og það verða þeir sem stunda þessa starfsemi að þola.“
Tengdar fréttir Lögregla tók skýrslur af starfsfólki VIP Club Engin merki um meint vændi eða mansal að sögn lögmanns eigenda staðarins. 20. júlí 2013 12:25 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Lögregla tók skýrslur af starfsfólki VIP Club Engin merki um meint vændi eða mansal að sögn lögmanns eigenda staðarins. 20. júlí 2013 12:25