Bera mörg merki mansals María Lilja Þrastardóttir skrifar 19. júlí 2013 07:00 Vip club í Austurstræti. Forstöðukona vændisathvarfsins segir kampavínsstaðina bera öll merki vændis og mansals. „Það er alls ekkert á huldu að þetta er vændisstarfsemi en það sem er öllu alvarlegra er að starfsemin ber öll merki þess að vera mansal og stúlkurnar bera einkenni þess að hafa verið fluttar hingað án þess að fá nokkru um það ráðið,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, forstöðukona vændisathvarfsins.Fréttablaðið fjallaði um starfsemi kampavínsklúbba í gær og hvernig þar væri hægt að kaupa aðgang að konum með dýru kampavíni. Þá sögðum við einnig frá því að á öðrum staðnum var í boði að fara afsíðis með stúlku gegn greiðslu og hvernig þær konur sem þar störfuðu bjuggu saman í lítilli blokkaríbúð. Konurnar höfðu aðeins dvalið hér á landi í eina viku og leituðu eftir samþykki hjá annarri konu um samskiptin við útsendara blaðsins.Steinunn Gyða- og Guðjónsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir og Siv Friðleifsdóttir.„Reynslan hefur sýnt okkur að þær konur sem lenda í mansali eru fluttar hratt á milli landa. Þær ráða litlu um hvað þær gera og samskiptin þar sem ein stjórnaði greinilega gætu verið merki um að hún jafnvel geri þær út. Það eru ekki alltaf karlar,“ segir Steinunn. Eftir að bann við nektardansi tók gildi árið 2010 tóku kampavínsklúbbarnir við. Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi ráðherra, var fyrsti flutningsmaður lagafrumvarps um bannið. Hún kallar nú eftir rannsókn lögreglu á starfsemi staðanna. „Miðað við það sem ég hef séð í fjölmiðlum finnst mér eðlilegt að lögregla rannsaki þetta sérstaklega,“ segir Siv."Klárt vændi"Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær að hún myndi beita sér sérstaklega fyrir því að láta loka stöðunum. Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær að hún myndi beita sér sérstaklega fyrir því að láta loka stöðunum. "Við erum alfarið á móti þessari starfsemi. Mér finnst full ástæða til þess að lögreglan kanni þetta. Þarna er verið að selja aðgang að konum sem er klárt vændi," sagði Björk. Stefán Eiríksson lögreglustjóri vildi ekki tjá sig um hvort til stæði að skoða starfsemi staðanna tveggja sérstaklega og kvaðst lítið hafa fylgst með fréttaflutningi síðustu daga. Hann sagði þó að eðlilega væri það hlutverk lögreglu að rannsaka grun um refsiverða háttsemi. „Það á við í öllum málaflokkum,“ segir Stefán. Ekki náðist í eigendur staðanna við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Forstöðukona vændisathvarfsins segir kampavínsstaðina bera öll merki vændis og mansals. „Það er alls ekkert á huldu að þetta er vændisstarfsemi en það sem er öllu alvarlegra er að starfsemin ber öll merki þess að vera mansal og stúlkurnar bera einkenni þess að hafa verið fluttar hingað án þess að fá nokkru um það ráðið,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, forstöðukona vændisathvarfsins.Fréttablaðið fjallaði um starfsemi kampavínsklúbba í gær og hvernig þar væri hægt að kaupa aðgang að konum með dýru kampavíni. Þá sögðum við einnig frá því að á öðrum staðnum var í boði að fara afsíðis með stúlku gegn greiðslu og hvernig þær konur sem þar störfuðu bjuggu saman í lítilli blokkaríbúð. Konurnar höfðu aðeins dvalið hér á landi í eina viku og leituðu eftir samþykki hjá annarri konu um samskiptin við útsendara blaðsins.Steinunn Gyða- og Guðjónsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir og Siv Friðleifsdóttir.„Reynslan hefur sýnt okkur að þær konur sem lenda í mansali eru fluttar hratt á milli landa. Þær ráða litlu um hvað þær gera og samskiptin þar sem ein stjórnaði greinilega gætu verið merki um að hún jafnvel geri þær út. Það eru ekki alltaf karlar,“ segir Steinunn. Eftir að bann við nektardansi tók gildi árið 2010 tóku kampavínsklúbbarnir við. Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi ráðherra, var fyrsti flutningsmaður lagafrumvarps um bannið. Hún kallar nú eftir rannsókn lögreglu á starfsemi staðanna. „Miðað við það sem ég hef séð í fjölmiðlum finnst mér eðlilegt að lögregla rannsaki þetta sérstaklega,“ segir Siv."Klárt vændi"Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær að hún myndi beita sér sérstaklega fyrir því að láta loka stöðunum. Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær að hún myndi beita sér sérstaklega fyrir því að láta loka stöðunum. "Við erum alfarið á móti þessari starfsemi. Mér finnst full ástæða til þess að lögreglan kanni þetta. Þarna er verið að selja aðgang að konum sem er klárt vændi," sagði Björk. Stefán Eiríksson lögreglustjóri vildi ekki tjá sig um hvort til stæði að skoða starfsemi staðanna tveggja sérstaklega og kvaðst lítið hafa fylgst með fréttaflutningi síðustu daga. Hann sagði þó að eðlilega væri það hlutverk lögreglu að rannsaka grun um refsiverða háttsemi. „Það á við í öllum málaflokkum,“ segir Stefán. Ekki náðist í eigendur staðanna við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira