"Lögreglunni er velkomið að kanna þessa starfsemi" Hrund Þórsdóttir skrifar 19. júlí 2013 18:45 Starfsemi VIP Club og Crystal hefur verið til umfjöllunar undanfarna daga en þar geta viðskiptavinir keypt kampavín og spjallað við stúlkur sem þar starfa. Eigendur staðanna hafa nú stefnt borgarfulltrúanum Björk Vilhelmsdóttur og Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur, forstöðukonu vændisathvarfsins, vegna ærumeiðandi ummæla en þær sögðu í viðtölum í fjölmiðlum að svo virtist sem vændi og mansal færi fram í tengslum við staðina. Farið er fram á opinberar afsökunarbeiðnir og greiðslu miskabóta upp á eina milljón króna frá hvorri þeirra til hvors stefnanda. Þær hafa frest fram á mánudaginn, ella verður höfðað mál. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður eigenda staðanna. „Því er alfarið hafnað að þarna fari eitthvað fram sem er í andstöðu við lög og rétt. Það er öllum velkomið að mæta á þessa staði og kanna það af eigin raun. Menn vita hvar staðirnir eru, það hefur verið ítarlega auglýst núna og það er ekki vændisstarfsemi sem þarna fer fram og þaðan af síður á það við nokkur rök að styðjast að þær stúlkur sem þarna starfa séu ekki þarna af fúsum og frjálsum vilja,“ segir Vilhjálmur. Hann bendir á að ásakanir um vændi og mansal hafi verið hafðar uppi áður í fjölmiðlum og Hæstiréttur hafi dæmt þau ummæli dauð og ómerk. "Enda voru þetta hreinar og klárar ærumeiðingar eins og ummælin eru í þesu tilviki,“ segir hann. Björk vill að lögreglan rannsaki starfsemi umræddra staða og Vilhjálmur segir eigendur staðanna ekki hafa neitt að fela. „Þeir hafa einfaldlega ekkert að óttast. Lögreglunni er velkomið að kanna þessa starfsemi eins og lögreglunni sýnist,“ segir Vilhjálmur. Björk kveðst hissa vegna stefnunnar. „Ég sagði að allt benti til þess að verið væri að selja aðgang að konum; 20 þúsund fyrir hverjar tíu mínútur og það er ekkert annað en vændi. Þessar konur eru ekki að spjalla við mennina því þær tala hvorki íslensku né ensku. Þetta er bara kynlífsþjónusta og það er vændi. Þannig að ég held ég standi bara við þau orð,“ segir Björk. Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Starfsemi VIP Club og Crystal hefur verið til umfjöllunar undanfarna daga en þar geta viðskiptavinir keypt kampavín og spjallað við stúlkur sem þar starfa. Eigendur staðanna hafa nú stefnt borgarfulltrúanum Björk Vilhelmsdóttur og Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur, forstöðukonu vændisathvarfsins, vegna ærumeiðandi ummæla en þær sögðu í viðtölum í fjölmiðlum að svo virtist sem vændi og mansal færi fram í tengslum við staðina. Farið er fram á opinberar afsökunarbeiðnir og greiðslu miskabóta upp á eina milljón króna frá hvorri þeirra til hvors stefnanda. Þær hafa frest fram á mánudaginn, ella verður höfðað mál. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður eigenda staðanna. „Því er alfarið hafnað að þarna fari eitthvað fram sem er í andstöðu við lög og rétt. Það er öllum velkomið að mæta á þessa staði og kanna það af eigin raun. Menn vita hvar staðirnir eru, það hefur verið ítarlega auglýst núna og það er ekki vændisstarfsemi sem þarna fer fram og þaðan af síður á það við nokkur rök að styðjast að þær stúlkur sem þarna starfa séu ekki þarna af fúsum og frjálsum vilja,“ segir Vilhjálmur. Hann bendir á að ásakanir um vændi og mansal hafi verið hafðar uppi áður í fjölmiðlum og Hæstiréttur hafi dæmt þau ummæli dauð og ómerk. "Enda voru þetta hreinar og klárar ærumeiðingar eins og ummælin eru í þesu tilviki,“ segir hann. Björk vill að lögreglan rannsaki starfsemi umræddra staða og Vilhjálmur segir eigendur staðanna ekki hafa neitt að fela. „Þeir hafa einfaldlega ekkert að óttast. Lögreglunni er velkomið að kanna þessa starfsemi eins og lögreglunni sýnist,“ segir Vilhjálmur. Björk kveðst hissa vegna stefnunnar. „Ég sagði að allt benti til þess að verið væri að selja aðgang að konum; 20 þúsund fyrir hverjar tíu mínútur og það er ekkert annað en vændi. Þessar konur eru ekki að spjalla við mennina því þær tala hvorki íslensku né ensku. Þetta er bara kynlífsþjónusta og það er vændi. Þannig að ég held ég standi bara við þau orð,“ segir Björk.
Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira