Erlent

Grunaður raðnauðgari lést í fangelsi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Makhubo fannst látinn í klefa sínum í morgun.
Makhubo fannst látinn í klefa sínum í morgun.
Sifiso Makhubo, sem af mörgum er talinn illræmdasti raðnauðgari Suður-Afríku, fannst látinn í fangaklefa sínum í Jóhannesarborg í morgun.

Verið er að rannsaka hvort andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti, en svo virðist sem Makhubo, sem var einn í klefa, hafi hengt sig með teppi.

Hann beið réttarhalda fyrir 122 ákærur fyrir ýmis ofbeldisbrot, þar á meðal nauðganir á 35 börnum og tveimur konum.

Makhubo, sem var HIV-smitaður, er talinn hafa smitað nokkra þolendur sína af veirunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×