„Þetta var geggjað. Við erum enn í vímu og í góðum gír inni í klefa," segir Ellert Hreinsson hetja Breiðabliks í Evrópudeildinni.
Ellert skoraði eina mark leiksins í 1-0 útisigri Blika gegn Sturm Graz í Austurríki í síðari leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í dag. Blikar unnu einvígið samanlagt 1-0 eftir markalaust jafntefli í fyrri leiknum.
„Við höfðum allir fulla trú á þessu frá fyrstu mínútu. Ef hún hefði ekki verið til staðar hefðum við aldrei klárað þetta," segir Ellert. Blikar lágu til baka í leiknum en voru þó sjaldnast í nauðvörn. Færi heimamanna voru af skornum skammti.
„Þjálfarateymið var búið var búið að kortleggja þeirra lið hægri vinstri. Við erum ekki búnir að fá á okkur mark í Evrópukeppninni og það er engin tilviljun," segir Ellert. Hann segir það hafa verið sérstaka tilfinningu að skora markið mikilvæga.
„Það var skrýtið að spila fyrir framan tíu þúsund manns og skora svo mark. Þá varð stemmningin eins og í kirkjugarði á leikvanginum. Nema á varamannabekknum þar sem ég ég sá strákana hoppa upp og fagna. Þetta var frábært," segir Ellert.
Blikar mæta liði Aktobe frá Kasakstan í 3. umferð keppninnar.
"Stemmningin varð eins og í kirkjugarði"
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn

Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn



