Fótbolti

Hafður fyrir rangri sök

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Elfar Árni hefur farið á kostum með Blikum í sumar hvort sem er í deildarkeppninni hér heima eða í Evrópudeildinni.
Elfar Árni hefur farið á kostum með Blikum í sumar hvort sem er í deildarkeppninni hér heima eða í Evrópudeildinni. Mynd/Vilhelm
Elfar Árni Aðalsteinsson, framherji karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu, verður að óbreyttu í leikbanni þegar Blikar sækja Aktobe frá Kasakstan heim í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar í næstu viku.

Elfar Árni fékk að líta tvö gul spjöld í 1-0 sigri Breiðabliks á Sturm Graz í Austurríki í kvöld. Fyrra gula spjaldið átti hins vegar Tómas Óli Garðarsson að fá en Húsvíkingnum var sýnt spjaldið fyrir mistök dómara leiksins.

„Það var alveg sama hvað við reyndum að benda þeim á þetta að það hafi rangur maður fengið gult spjald, þegar Elfar fær gula spjaldið þá hrista þeir bara hausinn og benda manni inn í boðvanginn og biðja mann um að standa þar," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, í viðtali við Fótbolta.net.

„Við gerðum athugasemdir við þetta eftir leikinn, en það þarf að grípa inn í þetta. Það er ekki eðlilegt að gefa röngum manni gult spjald fyrir eitthvað sem hann gerði ekki."
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.