"Þessi bekkur er óheppilegur" Jóhannes Stefánsson skrifar 11. júlí 2013 14:52 Óttar M. Norðfjörð er ekki sáttur við það hvernig Snorri Magnússon brást við atvikinu. MYND/FACEBOOK Óttar M. Norðfjörð, rithöfundur, setti mynd af sér á Facebook í gær þar sem hann situr á frægasta bekk landsins um þessar mundir með blað sem á stendur „Ég er óheppilegur." Hann segir um pólitíska ádeilulist að ræða. „Fyrst sá ég þetta myndband eins og allir á Íslandi. Það var svona full harkalegt og greinilegt að stelpan hafði eitthvað verið að ögra en samt fannst manni eins og lögreglumaðurinn hefði gengið fullt hart fram miðað við aðstæður."Hugtakið vakti hann til umhugsunar Afstaða Óttars hafi síðan breyst þegar hann fór að hugsa málið betur, og sérstaklega þegar Snorri Magnússon, formaður landssambands lögreglumanna sagði í fréttum Stöðvar 2 að „vissulega er það óheppilegt að þessi bekkur skuli vera þarna á Laugaveginum og fyrir vikið lítur atvikið verr út en ella." Við þessu segir Óttar: „Síðan kemur hann og réttlætir þetta bara og segir að lögreglumaðurinn hafi fylgt bókinni. Hann nálgaðist þetta mjög tæknilega og síðan notaði hann þetta orð "óheppilegt" og það vakti mig til umhugsunar. Mér fannst einhvernveginn eins og verið væri að taka eitthvað hugtak og reyna að réttlæta ofbeldi, eða einhverskonar óhóflega notkun á valdi með þessu hugtaki „óheppilegt." Mér fannst svolítið svona eins og hann væri að forðast að viðurkenna eitthvað, bara með því að vísa í þessar norsku aðferðir. Síðan daginn eftir kom Jón Viðar Arnþórsson sem er yfir Mjölni og gagnrýndi sjálfar aðferðirnar sem er verið að nota. Hann sýndi bara mjög vel hætturnar sem hann hafði veriða að benda á áður, þar sem manneskja er togið niður í stað þess að koma aftan að henni og grípa hana niður. Ég þekki aðeins til af því að ég æfði Jiu Jitsu á sínum Tíma," segir hann.Hægt að réttlæta allt með orðinu óheppilegt „Síðan ef maður horfir aftur á myndbandið sér maður hvað það er stórhættulegt sem lögreglumaðurinn er að gera. Maðurinn er kannski 100 kíló, hreinn vöðvamassi, að rífa í 50 kílóa stelpu sem er drauðadrukkin í þokkabót. Hann er bara heppinn, hinn óheppilegi bekkur hefði getað verið ögn verr staðsettur og hún hefði getað lent með hausinn á járninu. Hún hefði bara fengið opið höfuðkúpubrot. Hún hefði getað lent miklu verr á hinum óheppilega bekk," bætir hann við. Óttar segir notkun orðsins óheppilegt í þessu samhengi mjög vafasamt. „Ef þú ætlar að hanga á þessu orði óheppilegt getur þú næstum því réttlætt allt í heiminum með því að vísa í orðið óheppilegt. Þú getur tekið byssu og skotið á einhvern og sagt já það var að óheppilegt að ég hitti hann í gjartað. Þetta er samt kannski pínu öfgafullt dæmi. Þú getur réttlætt hvað sem er með orðinu óheppilegt." Óttar tekur annað dæmi og segir þá: „Það er óheppilegt að hausinn á honum skyldi vera akkurat fyrir framan hnefann á mér," ef ske kynni að maður þyrfti að svara fyrir að hafa kýlt einhvern. „Ég lít á mig sem listamann og ég lít á þessa ljósmynd sem pólitíska ádeilulist. Annars hefði ég ekki tekið hana og deilt henni með fólki," segir Óttar að lokum Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira
Óttar M. Norðfjörð, rithöfundur, setti mynd af sér á Facebook í gær þar sem hann situr á frægasta bekk landsins um þessar mundir með blað sem á stendur „Ég er óheppilegur." Hann segir um pólitíska ádeilulist að ræða. „Fyrst sá ég þetta myndband eins og allir á Íslandi. Það var svona full harkalegt og greinilegt að stelpan hafði eitthvað verið að ögra en samt fannst manni eins og lögreglumaðurinn hefði gengið fullt hart fram miðað við aðstæður."Hugtakið vakti hann til umhugsunar Afstaða Óttars hafi síðan breyst þegar hann fór að hugsa málið betur, og sérstaklega þegar Snorri Magnússon, formaður landssambands lögreglumanna sagði í fréttum Stöðvar 2 að „vissulega er það óheppilegt að þessi bekkur skuli vera þarna á Laugaveginum og fyrir vikið lítur atvikið verr út en ella." Við þessu segir Óttar: „Síðan kemur hann og réttlætir þetta bara og segir að lögreglumaðurinn hafi fylgt bókinni. Hann nálgaðist þetta mjög tæknilega og síðan notaði hann þetta orð "óheppilegt" og það vakti mig til umhugsunar. Mér fannst einhvernveginn eins og verið væri að taka eitthvað hugtak og reyna að réttlæta ofbeldi, eða einhverskonar óhóflega notkun á valdi með þessu hugtaki „óheppilegt." Mér fannst svolítið svona eins og hann væri að forðast að viðurkenna eitthvað, bara með því að vísa í þessar norsku aðferðir. Síðan daginn eftir kom Jón Viðar Arnþórsson sem er yfir Mjölni og gagnrýndi sjálfar aðferðirnar sem er verið að nota. Hann sýndi bara mjög vel hætturnar sem hann hafði veriða að benda á áður, þar sem manneskja er togið niður í stað þess að koma aftan að henni og grípa hana niður. Ég þekki aðeins til af því að ég æfði Jiu Jitsu á sínum Tíma," segir hann.Hægt að réttlæta allt með orðinu óheppilegt „Síðan ef maður horfir aftur á myndbandið sér maður hvað það er stórhættulegt sem lögreglumaðurinn er að gera. Maðurinn er kannski 100 kíló, hreinn vöðvamassi, að rífa í 50 kílóa stelpu sem er drauðadrukkin í þokkabót. Hann er bara heppinn, hinn óheppilegi bekkur hefði getað verið ögn verr staðsettur og hún hefði getað lent með hausinn á járninu. Hún hefði bara fengið opið höfuðkúpubrot. Hún hefði getað lent miklu verr á hinum óheppilega bekk," bætir hann við. Óttar segir notkun orðsins óheppilegt í þessu samhengi mjög vafasamt. „Ef þú ætlar að hanga á þessu orði óheppilegt getur þú næstum því réttlætt allt í heiminum með því að vísa í orðið óheppilegt. Þú getur tekið byssu og skotið á einhvern og sagt já það var að óheppilegt að ég hitti hann í gjartað. Þetta er samt kannski pínu öfgafullt dæmi. Þú getur réttlætt hvað sem er með orðinu óheppilegt." Óttar tekur annað dæmi og segir þá: „Það er óheppilegt að hausinn á honum skyldi vera akkurat fyrir framan hnefann á mér," ef ske kynni að maður þyrfti að svara fyrir að hafa kýlt einhvern. „Ég lít á mig sem listamann og ég lít á þessa ljósmynd sem pólitíska ádeilulist. Annars hefði ég ekki tekið hana og deilt henni með fólki," segir Óttar að lokum
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira