Erlent

Herforinginn orðinn aðstoðarforsætisráðherra

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Nýja stjórnin. El Sísí herforingi fyrir miðri mynd við hlið forsætisráðherrans.
Nýja stjórnin. El Sísí herforingi fyrir miðri mynd við hlið forsætisráðherrans. Mynd/AP
Abdel Fattah el Sísí, æðsti yfirmaður egypska hersins, verður jafnframt aðstoðarforsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn landsins.

Hasem al Beblaví forsætisráðherra kynnti ráðherralista nýju stjórnarinnar rétt í þessu. 

Herinn gerði al Beblaví að forsætisráðherra til bráðabirgða eftir að hafa steypt Múhamed Morsí af stóli fyrr í mánuðinum.

Múhamed Ibrahím verður áfram innanríkisráðherra, en hann gegndi því embætti í stjórn Morsís.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×