Sigmundur Davíð segir deiluna sýna mikilvægi þess að verja fullveldið Karen Kjartansdóttir skrifar 16. júlí 2013 19:36 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, telur ólíklegt að Evrópusambandið muni beita Íslendinga refsiaðgerðum vegna makríldeilunnar. Málið sýni að Íslendingar geti haft meiri áhrif utan sambandsins en innan þess og mikilvægi þess að verja fullveldið og þar með hagsmuni þjóðarinnar út á við. „Þá hefðum ekki haft aðstöðu til að verja rétt okkar. Þetta er því þvert á móti áminning um mikilvægi þess að hafa yfirráð yfir eigin auðlindum. Verja fullveldið til þess að geta varið hagsmuni þjóðarinnar út á við,“ svaraði Sigmundur spurningu um hvort málið sýni ekki mikilvægi þess að Íslendingar séu innan sambandsins. Mikið hefur verið fjallað um makríldeilu Íslendinga við Evrópusambandið og Norðmenn í Evrópu í tengslum við heimsókn Sigmundar Davíðs til Brussel í dag. Sjávarútvegsráðherrar sambandsins funduðu í gær og var mikill þrýstingur um að Maria Daminaki, sjávarútvegsstjóri sambandsins, beitti Íslendinga og Færeyinga refsiaðgerðum vegna veiðanna. Að loknum fundi í gær tilkynnti hún að Íslendingar sýndu engan samningsvilja og á næstu vikum yrði ákveðið hvort gripið yrði til refsiaðgerða. Sigmundur Davíð fundaði í dag með José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Herman van Rompuy, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, og gerði grein fyrir afstöðu Íslands í makríldeilunni. „Barroso lagði áherslu á að Evrópusambandið vildi leysa málið með samningum og að það vildi ekki beita þvingunaraðgerðum sem gengju í berhögg við EES-samninginn og WPO-samningana. Það var auðvitað mjög jákvætt og æskilegt viðhorf enda er nú ekki langt síðan Evrópusambandið fór illa út úr því að sækja að Íslandi án þess að hafa til þess lagalegan grundvöll. Menn vilja því varla eiga á hættu að fara út í aðgerðir sem síðar verða dæmdar ólögmætar,“ segir Sigmundur Davíð. Sigmundur sagðist hafa ítrekað við Barroso að Íslendingar vildu semja en það ætti að vera gert á grundvelli vísindarannsókna á breyttri gengd makrílsins.En nú áttu Íslendingar ekki fulltrúa á fundi sjávarútvegsráðherranna, sýnir þessi staða ekki að það er vont fyrir þjóðina að standa fyrir utan sambandið? „Þvert á móti. Ef við værum innan sambandsins hefði þetta ekki einu sinni komið upp. Þá hefði sambandið bara ákveðið hvernig það ætlaði að hafa þetta. Þá hefðum ekki haft aðstöðu til að verja rétt okkar. Þetta er því þvert á móti áminning um mikilvægi þess að hafa yfirráð yfir eigin auðlindum. Verja fullveldið til þess að geta varið hagsmuni þjóðarinnar út á við,“ segir Sigmundur. Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, telur ólíklegt að Evrópusambandið muni beita Íslendinga refsiaðgerðum vegna makríldeilunnar. Málið sýni að Íslendingar geti haft meiri áhrif utan sambandsins en innan þess og mikilvægi þess að verja fullveldið og þar með hagsmuni þjóðarinnar út á við. „Þá hefðum ekki haft aðstöðu til að verja rétt okkar. Þetta er því þvert á móti áminning um mikilvægi þess að hafa yfirráð yfir eigin auðlindum. Verja fullveldið til þess að geta varið hagsmuni þjóðarinnar út á við,“ svaraði Sigmundur spurningu um hvort málið sýni ekki mikilvægi þess að Íslendingar séu innan sambandsins. Mikið hefur verið fjallað um makríldeilu Íslendinga við Evrópusambandið og Norðmenn í Evrópu í tengslum við heimsókn Sigmundar Davíðs til Brussel í dag. Sjávarútvegsráðherrar sambandsins funduðu í gær og var mikill þrýstingur um að Maria Daminaki, sjávarútvegsstjóri sambandsins, beitti Íslendinga og Færeyinga refsiaðgerðum vegna veiðanna. Að loknum fundi í gær tilkynnti hún að Íslendingar sýndu engan samningsvilja og á næstu vikum yrði ákveðið hvort gripið yrði til refsiaðgerða. Sigmundur Davíð fundaði í dag með José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Herman van Rompuy, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, og gerði grein fyrir afstöðu Íslands í makríldeilunni. „Barroso lagði áherslu á að Evrópusambandið vildi leysa málið með samningum og að það vildi ekki beita þvingunaraðgerðum sem gengju í berhögg við EES-samninginn og WPO-samningana. Það var auðvitað mjög jákvætt og æskilegt viðhorf enda er nú ekki langt síðan Evrópusambandið fór illa út úr því að sækja að Íslandi án þess að hafa til þess lagalegan grundvöll. Menn vilja því varla eiga á hættu að fara út í aðgerðir sem síðar verða dæmdar ólögmætar,“ segir Sigmundur Davíð. Sigmundur sagðist hafa ítrekað við Barroso að Íslendingar vildu semja en það ætti að vera gert á grundvelli vísindarannsókna á breyttri gengd makrílsins.En nú áttu Íslendingar ekki fulltrúa á fundi sjávarútvegsráðherranna, sýnir þessi staða ekki að það er vont fyrir þjóðina að standa fyrir utan sambandið? „Þvert á móti. Ef við værum innan sambandsins hefði þetta ekki einu sinni komið upp. Þá hefði sambandið bara ákveðið hvernig það ætlaði að hafa þetta. Þá hefðum ekki haft aðstöðu til að verja rétt okkar. Þetta er því þvert á móti áminning um mikilvægi þess að hafa yfirráð yfir eigin auðlindum. Verja fullveldið til þess að geta varið hagsmuni þjóðarinnar út á við,“ segir Sigmundur.
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira