Sigmundur Davíð segir deiluna sýna mikilvægi þess að verja fullveldið Karen Kjartansdóttir skrifar 16. júlí 2013 19:36 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, telur ólíklegt að Evrópusambandið muni beita Íslendinga refsiaðgerðum vegna makríldeilunnar. Málið sýni að Íslendingar geti haft meiri áhrif utan sambandsins en innan þess og mikilvægi þess að verja fullveldið og þar með hagsmuni þjóðarinnar út á við. „Þá hefðum ekki haft aðstöðu til að verja rétt okkar. Þetta er því þvert á móti áminning um mikilvægi þess að hafa yfirráð yfir eigin auðlindum. Verja fullveldið til þess að geta varið hagsmuni þjóðarinnar út á við,“ svaraði Sigmundur spurningu um hvort málið sýni ekki mikilvægi þess að Íslendingar séu innan sambandsins. Mikið hefur verið fjallað um makríldeilu Íslendinga við Evrópusambandið og Norðmenn í Evrópu í tengslum við heimsókn Sigmundar Davíðs til Brussel í dag. Sjávarútvegsráðherrar sambandsins funduðu í gær og var mikill þrýstingur um að Maria Daminaki, sjávarútvegsstjóri sambandsins, beitti Íslendinga og Færeyinga refsiaðgerðum vegna veiðanna. Að loknum fundi í gær tilkynnti hún að Íslendingar sýndu engan samningsvilja og á næstu vikum yrði ákveðið hvort gripið yrði til refsiaðgerða. Sigmundur Davíð fundaði í dag með José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Herman van Rompuy, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, og gerði grein fyrir afstöðu Íslands í makríldeilunni. „Barroso lagði áherslu á að Evrópusambandið vildi leysa málið með samningum og að það vildi ekki beita þvingunaraðgerðum sem gengju í berhögg við EES-samninginn og WPO-samningana. Það var auðvitað mjög jákvætt og æskilegt viðhorf enda er nú ekki langt síðan Evrópusambandið fór illa út úr því að sækja að Íslandi án þess að hafa til þess lagalegan grundvöll. Menn vilja því varla eiga á hættu að fara út í aðgerðir sem síðar verða dæmdar ólögmætar,“ segir Sigmundur Davíð. Sigmundur sagðist hafa ítrekað við Barroso að Íslendingar vildu semja en það ætti að vera gert á grundvelli vísindarannsókna á breyttri gengd makrílsins.En nú áttu Íslendingar ekki fulltrúa á fundi sjávarútvegsráðherranna, sýnir þessi staða ekki að það er vont fyrir þjóðina að standa fyrir utan sambandið? „Þvert á móti. Ef við værum innan sambandsins hefði þetta ekki einu sinni komið upp. Þá hefði sambandið bara ákveðið hvernig það ætlaði að hafa þetta. Þá hefðum ekki haft aðstöðu til að verja rétt okkar. Þetta er því þvert á móti áminning um mikilvægi þess að hafa yfirráð yfir eigin auðlindum. Verja fullveldið til þess að geta varið hagsmuni þjóðarinnar út á við,“ segir Sigmundur. Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, telur ólíklegt að Evrópusambandið muni beita Íslendinga refsiaðgerðum vegna makríldeilunnar. Málið sýni að Íslendingar geti haft meiri áhrif utan sambandsins en innan þess og mikilvægi þess að verja fullveldið og þar með hagsmuni þjóðarinnar út á við. „Þá hefðum ekki haft aðstöðu til að verja rétt okkar. Þetta er því þvert á móti áminning um mikilvægi þess að hafa yfirráð yfir eigin auðlindum. Verja fullveldið til þess að geta varið hagsmuni þjóðarinnar út á við,“ svaraði Sigmundur spurningu um hvort málið sýni ekki mikilvægi þess að Íslendingar séu innan sambandsins. Mikið hefur verið fjallað um makríldeilu Íslendinga við Evrópusambandið og Norðmenn í Evrópu í tengslum við heimsókn Sigmundar Davíðs til Brussel í dag. Sjávarútvegsráðherrar sambandsins funduðu í gær og var mikill þrýstingur um að Maria Daminaki, sjávarútvegsstjóri sambandsins, beitti Íslendinga og Færeyinga refsiaðgerðum vegna veiðanna. Að loknum fundi í gær tilkynnti hún að Íslendingar sýndu engan samningsvilja og á næstu vikum yrði ákveðið hvort gripið yrði til refsiaðgerða. Sigmundur Davíð fundaði í dag með José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Herman van Rompuy, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, og gerði grein fyrir afstöðu Íslands í makríldeilunni. „Barroso lagði áherslu á að Evrópusambandið vildi leysa málið með samningum og að það vildi ekki beita þvingunaraðgerðum sem gengju í berhögg við EES-samninginn og WPO-samningana. Það var auðvitað mjög jákvætt og æskilegt viðhorf enda er nú ekki langt síðan Evrópusambandið fór illa út úr því að sækja að Íslandi án þess að hafa til þess lagalegan grundvöll. Menn vilja því varla eiga á hættu að fara út í aðgerðir sem síðar verða dæmdar ólögmætar,“ segir Sigmundur Davíð. Sigmundur sagðist hafa ítrekað við Barroso að Íslendingar vildu semja en það ætti að vera gert á grundvelli vísindarannsókna á breyttri gengd makrílsins.En nú áttu Íslendingar ekki fulltrúa á fundi sjávarútvegsráðherranna, sýnir þessi staða ekki að það er vont fyrir þjóðina að standa fyrir utan sambandið? „Þvert á móti. Ef við værum innan sambandsins hefði þetta ekki einu sinni komið upp. Þá hefði sambandið bara ákveðið hvernig það ætlaði að hafa þetta. Þá hefðum ekki haft aðstöðu til að verja rétt okkar. Þetta er því þvert á móti áminning um mikilvægi þess að hafa yfirráð yfir eigin auðlindum. Verja fullveldið til þess að geta varið hagsmuni þjóðarinnar út á við,“ segir Sigmundur.
Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira