Erlent

Bretar hafa lögleitt hjónabönd samkynhneigðra

Elísabet Bretadrottning.
Elísabet Bretadrottning. Nordicphotos/AFP
Elísabet Bretadrottning staðfesti í morgun lög, sem samþykkt voru í báðum deildum þingsins í gær. Þar með hafa Bretar leitt í lög hjónabönd samkynhneigðra.

Reiknað er með að fyrstu hjónavígslurnar verði næsta sumar.

Með lögunum er samkynhneigðum í Englandi og Wales heimilt að ganga í hjónaband, hvort heldur það er borgaralegt eða kirkjulegt. 

Einnig verður pörum í staðfestri samvist gert kleift að breyta sambúðarformi sínu í formlegt hjónaband.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×