Erlent

Reynir að fá Ísraela og Palestínumenn til að tala saman

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Kerry á fundi með sýrlenskum flóttamönnum í Jórdaníu í morgun.
Kerry á fundi með sýrlenskum flóttamönnum í Jórdaníu í morgun. Nordicphotos/AFP
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er í Amman í Jórdaníu eina ferðina enn að reyna að fá Ísraela og Palestínumenn til að hefja friðarviðræður á ný.

Hann segist hafa náð verulegum árangri við að brúa bilið, en vill ekki útlista það nánar í bili.

Í gær lýsti Arababandalagið yfir stuðningi við áform hans, og ýtir það undir vonir um að árangur geti náðst.

Í yfirlýsingu Arababandalagsins segir að hugmyndir Kerrys myndi góðan grunn að nýjum viðræðum, „sérstaklega hinir nýju og mikilvægu þættir á sviðum stjórnmála, efnahagsmála og öryggismála.”

Í dag ætlar Kerry að ræða við Mahmúd Abbas, forseta Palestínustjórnar, sem talinn er eiga auðveldara með að hefja viðræður á ný eftir að Arababandalagið hefur lagt blessun sína yfir þetta.

Þetta er sjötta ferð Kerrys til Mið-Austurlanda í þessum sömu erindagjörðum frá því hann tók við embætti utanríkisráðherra snemma á þessu ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×