Blaut tuska í andlit vestrænnar þjóðar Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 19. júlí 2013 12:17 Marte Deborah Dalelv var dæmd í sextán mánaða fangelsi eftir að hafa leitað til lögreglu í Dúbaí vegna nauðgunar. Norsk stjórnvöld brugðust við í gær og segja dóminn vera mannréttindabrot. Utanríkisráðherra Noregs er æfur yfir meðferð á norsku konunnar sem var dæmd var í 16 mánaða fangelsi er hún leitaði til lögreglu eftir að hafa verið nauðgað í Dúbaí. Utanríkisráðuneyti Noregs sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem dómur er sagður mjög þungur og ekki í samræmi við mannréttindasjónarmið. „Úrskurður dómara í þessu máli er köld tuska í andlit vestrænnar þjóðar. Þetta stangast á við allar okkar hugmyndir um réttlæti,“ sagði Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, í samtali við NTB fréttastofuna. „Það er furðulegt að manneskja sem tilkynnir nauðgun til lögreglu sé dæmd fyrir glæpi sem í okkar heimshluta eru álitnir mannréttindabrot,“ sagði hann jafnframt. Fréttamiðlar víðsvegar um heiminn hafa á síðustu dögum greint frá máli Marte Deborah Dalelv, sem dæmd var í 16 mánaða fangelsi er hún leitaði til lögreglu eftir að hafa verið nauðgað í Dúbaí í mars síðastliðinn. Lögregluþjónarnir sögðust ekki trúa henni, tóku af henni vefabréfið og vörpuðu í fangaklefa á þeim forsendum að hún hafi stundað kynmök án þess að vera gift og drukkið áfengi án heimildar. Foreldrar konunnar hafa nú tjáð sig um málið og eru þau harmi sleginn yfir atburðunum. Stefar Toregier Furesund, faðir Marte, flaug til Dúbaí eftir að hann fékk símtal frá dóttur sinni þegar hún hafði dvalið í fjóra daga í fangelsi vegna málsins. „Hún hringdi í mig eftir þessa fjóra daga og sagði að sér hefði verið nauðgað. Ekki nóg með það heldur hafði henni verið varpað í fangelsi þar sem hún var sögð bera ábyrgð á þessum hræðilega atburði. Þetta er algjörlega fáránlegt.“ segir hann í viðtali við norska ríkisútvarpið. Dómurinn yfir Marte var samþykktur á fyrradag lítur út fyrir að hún hefji afplánun í næstu viku. Evelyn, móðir Marte, sagðist ekki geta sofið, hún liggi andvaka á næturna og hugsi um dóttur sína í fangelsi. Hún er stödd í Noregi og sagði við norska ríkisútvarpið að hún gæti ekki hugsað sér að ferðast til Dúbaí. Norska kirkjan í Dúbaí hefur verið fjölskyldunni innan handar í málinu. Marte hefur dvalið hjá presthjónum kirkjunnar síðustu daga og hefur kona prestsins setið við hlið Marte í yfirheyrslum, þar sem körlum og konum er bannað að sitja hlið við hlið í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Marte hyggst áfrýja málinu. The Local.no greinir frá. Tengdar fréttir Nauðgað í Dúbaí og dæmd í fangelsi Norsk kona var dæmd í 16 mánaða fangelsi fyrir að stunda kynlíf utan hjónabands þegar hún leitaði til lögreglu í Dúbaí eftir að hafa verið nauðgað í borginni. 18. júlí 2013 13:23 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Utanríkisráðherra Noregs er æfur yfir meðferð á norsku konunnar sem var dæmd var í 16 mánaða fangelsi er hún leitaði til lögreglu eftir að hafa verið nauðgað í Dúbaí. Utanríkisráðuneyti Noregs sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem dómur er sagður mjög þungur og ekki í samræmi við mannréttindasjónarmið. „Úrskurður dómara í þessu máli er köld tuska í andlit vestrænnar þjóðar. Þetta stangast á við allar okkar hugmyndir um réttlæti,“ sagði Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, í samtali við NTB fréttastofuna. „Það er furðulegt að manneskja sem tilkynnir nauðgun til lögreglu sé dæmd fyrir glæpi sem í okkar heimshluta eru álitnir mannréttindabrot,“ sagði hann jafnframt. Fréttamiðlar víðsvegar um heiminn hafa á síðustu dögum greint frá máli Marte Deborah Dalelv, sem dæmd var í 16 mánaða fangelsi er hún leitaði til lögreglu eftir að hafa verið nauðgað í Dúbaí í mars síðastliðinn. Lögregluþjónarnir sögðust ekki trúa henni, tóku af henni vefabréfið og vörpuðu í fangaklefa á þeim forsendum að hún hafi stundað kynmök án þess að vera gift og drukkið áfengi án heimildar. Foreldrar konunnar hafa nú tjáð sig um málið og eru þau harmi sleginn yfir atburðunum. Stefar Toregier Furesund, faðir Marte, flaug til Dúbaí eftir að hann fékk símtal frá dóttur sinni þegar hún hafði dvalið í fjóra daga í fangelsi vegna málsins. „Hún hringdi í mig eftir þessa fjóra daga og sagði að sér hefði verið nauðgað. Ekki nóg með það heldur hafði henni verið varpað í fangelsi þar sem hún var sögð bera ábyrgð á þessum hræðilega atburði. Þetta er algjörlega fáránlegt.“ segir hann í viðtali við norska ríkisútvarpið. Dómurinn yfir Marte var samþykktur á fyrradag lítur út fyrir að hún hefji afplánun í næstu viku. Evelyn, móðir Marte, sagðist ekki geta sofið, hún liggi andvaka á næturna og hugsi um dóttur sína í fangelsi. Hún er stödd í Noregi og sagði við norska ríkisútvarpið að hún gæti ekki hugsað sér að ferðast til Dúbaí. Norska kirkjan í Dúbaí hefur verið fjölskyldunni innan handar í málinu. Marte hefur dvalið hjá presthjónum kirkjunnar síðustu daga og hefur kona prestsins setið við hlið Marte í yfirheyrslum, þar sem körlum og konum er bannað að sitja hlið við hlið í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Marte hyggst áfrýja málinu. The Local.no greinir frá.
Tengdar fréttir Nauðgað í Dúbaí og dæmd í fangelsi Norsk kona var dæmd í 16 mánaða fangelsi fyrir að stunda kynlíf utan hjónabands þegar hún leitaði til lögreglu í Dúbaí eftir að hafa verið nauðgað í borginni. 18. júlí 2013 13:23 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Nauðgað í Dúbaí og dæmd í fangelsi Norsk kona var dæmd í 16 mánaða fangelsi fyrir að stunda kynlíf utan hjónabands þegar hún leitaði til lögreglu í Dúbaí eftir að hafa verið nauðgað í borginni. 18. júlí 2013 13:23