Erlent

Óvæntur vinningur

Heimir Már Pétursson skrifar
Óvæntur vinningurinn kom sér heldur betur vel hjá hinum áður ólánsama Cerezo.
Óvæntur vinningurinn kom sér heldur betur vel hjá hinum áður ólánsama Cerezo.
Örlögin gripu heldur betur inn í hjá Ricardo Cerezo og eiginkonu hans í Illinois í Bandaríkjunum.

Konan var orðin þreytt á hvernig Ricardo safnaði lottómiðum í kökukrukku í eldhúsi þeirra hjóna og bað eignmanninn vinsamlegast að tæma krukkuna, annars myndi hún henda miðunum. Ricardo dreif sig með miðahraukinn á næstu bensínstöð til að láta athuga hvort einhver vinningur hefði fallið á miðana sem voru all margir. Og viti menn, þegar síðasti miðinn kom upp úr krukkunni sagði lottóvélin honum að nálgast vinning, án þess að tekið væri fram hve hár vinnurinn væri.

Vinningurinn reyndist hafa fallið á miða sem Ricardo keypti í febrúar og var 4,8 milljónir dollara, eða um 576 milljónir íslenskra króna. Vinningurinn hefði ekki getað komið á betri tíma fyrir þau hjónin þar sem þau voru við það að vera borin út af heimili sínu vegna vangoldinna húsnæðislána. Og þá spillti ekki fyrir að miðarnir voru geymdir í krukku sem dóttir þeirra hjóna hafði gefið þeim skömmu áður en hún dó úr flogaveiki aðeins 14 ára gömul.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×