Erlent

Biðst afsökunar á ummælum um nauðgunarmál

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Ummæli Williams hafa vakið mikla reiði.
Ummæli Williams hafa vakið mikla reiði. mynd/getty
Tennisstjarnan Serena Williams hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um stúlkuna sem nauðgað var í Steubenville í Ohio í fyrra.

Í viðtali við tímaritið Rolling Stone í síðustu viku sagði Williams að stúlkan hefði ekki átt að þiggja drykki frá öðrum, en nauðgunarmálið vakti heimsathygli.

„Hún er sextán ára. Hvers vegna drakk hún sig svo fulla að hún muni ekki hvað gerðist? Þetta hefði getað farið miklu verr. Hún er heppin.“

Ummæli Williams hafa vakið mikla reiði og hefur hún sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins.

„Það sem ég sagði var tillitslaust og særandi, og ég myndi aldrei segja eða gefa í skyn að atvikið hafi verið stúlkunni að kenna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×