Erlent

Stungin til bana á Frægðarstéttinni

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Frægðarstéttin er vinsæll viðkomustaður ferðamanna í Hollywood.
Frægðarstéttin er vinsæll viðkomustaður ferðamanna í Hollywood. mynd/getty
Þrír menn hafa verið handteknir í Los Angeles vegna gruns um morð á ungri konu á Frægðarstétt Hollywood (Hollywood Walk of Fame) á þriðjudag.

Hin 23 ára gamla Christine Darlene Calderon var með vinkonu sinni á þessari sögufrægu gangstétt að taka ljósmynd á símann sinn þegar á hana var ráðist og hún stungin ítrekað.

Mennirnir, sem allir eru betlarar, eru sagðir hafa ráðist á hana eftir að hún neitaði þeim um einn dollara sem þeir kröfðust fyrir myndatökuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×