Erlent

"Þetta er mamma mín, ekki taka hana frá mér"

Óhugnalegt mál kom upp í Bandaríkjunum í ágúst á síðasta ári þegar að kona sem ásakaði lögreglumann um kynferðislega áreitni var handtekin í dómsal. Myndband af atvikinu hefur nú verið lekið til fjölmiðla vestanhafs.

Monica Contreras mætti í dómsal til að ganga frá skilnaði við eiginmann sinn en með henni í för var tveggja ára dóttir hennar. Eiginmaðurinn fyrrverandi fór fram á nálgunarbann gegn konunni, en hann mætti aldrei í dómsalinn og var beiðninni því hafnað.

Samkvæmt dómskjölum, sem birtust í fyrsta skiptið í fjölmiðlum á dögunum, var Monica að yfirgefa dómsalinn þegar lögreglumaður sem þar var á vakt fór skyndilega fram á að hún skyldi fara inn á biðstofu. Þar var henni tjáð að gerð yrði líkamsleit á henni, vegna gruns um að hún væri með fíkniefni á sér.

Þegar hún snéri aftur í dómsalinn var hún í miklu uppnámi og sagði að lögreglumaðurinn hafi áreitt sig kynferðislega. Hann hafi snert á henni rassinn, brjóstin og skipað henni fara úr bolnum. Síðar voru ásakanir konunnar staðfestar, eftir að opinber rannsókn hafði fram.

Dómarinn í málinu neitaði beiðni hennar um að fá kvenkynslögreglumann til að leita á sér. Þegar hún lýsti áreitinu fyrir dómaranum þá leit hún bara í burtu og þóttist ekki taka eftir henni.

Lögreglumaðurinn handtók hana því í dómsalnum, fyrir rangar sakargiftir, að því hann sagði. Dómarinn setti ekkert út á þetta og var hún sett í handjárn fyrir framan tveggja dóttur sína.

„Þetta er mamma mín, ekki taka hana frá mér,“ heyrist dóttir hennar segja.

Konan var færð í fangelsi og dóttur hennar komið fyrir hjá barnaverndaryfirvöldum.

Málið hefur vakið mikla athygli sérstaklega fyrir þær sakir að ekkert er að finna um það í dómskjölum. Það lítur út fyrir að það hafi verið reynt að þagga það niður.

Lögreglumaðurinn hefur verið rekinn úr starfi á meðan rannsókn fer fram.

Horfa má á frétt 8 NEWS NOW fréttastofunnar um málið hér að ofan, þar sem meðal annars má sjá upptökur úr dómsalnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×