Erlent

Spreyjað á drottninguna

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Málverkið sem um ræðir er eftir ástralska listamanninn Ralph Heimans.
Málverkið sem um ræðir er eftir ástralska listamanninn Ralph Heimans. Samsett mynd
Óprúttinn aðili olli skemmdum á málverki af Elísabetu II Englandsdrottningu sem hefur verið til sýnis í Westminster Abbey í London.

41 árs karlmaður er í haldi lögreglu vegna gruns um spellvirkið, en málverkið var skemmt með málningu úr úðabrúsa.

Málverkið er eftir ástralska listamanninn Ralph Heimans og var málað í tilefni af sextíu ára krýningarafmæli drottningarinnar sem haldið var fyrir rúmri viku.

Unnið er að viðgerðum á verkinu og hafa baráttusamtökin Fathers 4 Justice staðfest að meðlimur samtakanna liggi undir grun. Mótmælin séu þó ekki á vegum samtakanna sjálfra.

Konungsfjölskyldan mun ekki tjá sig um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×