Erlent

Hulunni svipt af alþjóðlegu glæpagengi

Lögreglan í Þýskalandi kom upp um alþjóðlegt glæpagengi eftir hálfs árs langt rannsóknarferli. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Lögreglan í Þýskalandi kom upp um alþjóðlegt glæpagengi eftir hálfs árs langt rannsóknarferli. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Þýska lögreglan hefur komið upp um alþjóðlegt glæpagengi sem sérhæfði sig í að falsa verk eftir þekkta rússneska framúrstefnulistamenn, en framúrstefna er betur þekkt undir heitinu avant-garde.  Græddu falsararnir margar milljónir evra á athæfi sínu samkvæmt yfirlýsingum lögreglu.

Alríkislögreglan sagði að hundrað lögreglumenn hefðu ráðist inn í heimili, fyrirtæki og listasöfn víðsvegar um landið í dag og í gær en það var lokahnykkurinn á rannsókninni sem hófst í desember á síðasta ári. Einnig voru gerðar húsleitir í Ísrael og Sviss.

Tveir menn, grunaðir um að vera leiðtogar gengisins, voru handteknir og settir í gæsluvarðhald. Eiga þeir að hafa framleitt og selt yfir 400 listaverk síðan 2005. Listaverkin voru titluð sem áður óþekkt verk eftir listamenn eins og Vasily Kandinsky og Kazimir Malevich. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×