Erlent

David Attenborough á batavegi

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
David Attenborough er einn ástælasti sjónvarpsmaður sögunnar.
David Attenborough er einn ástælasti sjónvarpsmaður sögunnar.
Náttúrufræðingurinn og sjónvarpsmaðurinn góðkunni Sir. David Attenborough er á batavegi eftir að hafa gengist undir hjartaaðgerð fyrr í vikunni.

Attenboroguh var á ferðalagi um Ástralíu þar sem hann fyrirhugaði að halda röð fyrirlestra um líf sitt og störf. Hann þurfti hins vegar frá að bregða þegar læknir ráðlagði honum að gangast undir aðgerðina sem fyrst. 

„Kærar þakkir fyrir batakveðjur og falleg skilaboð. Allt gekk vel og við sjáumst mjög fljótlega í Ástralíu,“ sagði Attenboroug í fréttkynningu og er greinilega hvergi af baki dottinn.

David er fæddur árið 1926 og er því 87 ára að aldri. Hann byrjaði sjónvarpsferil sinn á BBC árið 1952 og gegndi síðar stjörnunarstöðu á BBC 2. Ást hans á náttúrufræði dró hann þó fljótlega út í heimildamynda- og þáttagerð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×