Erlent

Mikil mótmæli í Brasilíu

Jakob Bjarnar skrifar
Mótmælt í Brasilíu.
Mótmælt í Brasilíu.
Mikil mótmæli, einhver þau mestu sem sést hafa, ganga nú yfir Brasilíu - þau mestu sem þar hafa sést.

Fólk mótmælir lélegri opinberri þjónustu, hrottaskap lögreglu og spillingu í stjórnsýslunni. Um 200.000 þramma nú um göturnar í stærstu borgum landsins; Sao Paulo, Rio de Janeiro, Belo Horizonte og Brasilíu, en þar hefur fólk klifrað upp á þinghúsið og ruðst inn. Umferð hefur stöðvast í borgunum en talið er að mótmælin hafi kviknað á samskiptamiðlum; þar sem þau hafa undið uppá sig líkt og snjóbolti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×