Erlent

Hersveitir sendar út

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
mynd/ap
Stjórnvöld í Brasilíu hafa ákveðið að senda hersveitir til borganna Ríó de Janeiro, Belo Horizante, Salvador, Fortaleza og höfuðborgarinnar, Brasilíu, til þess að stemma stigu við stigvaxandi mótmælunum, sem eru sögð þau mestu þar í landi í rúm tuttugu ár.

Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í Sao Paulo í gær þar sem yfir 50 þúsund mótmælendur höfðu safnast saman fyrir utan skrifstofu borgarstjóra. Þá voru skemmdir unnar á fjölda verslana og banka í borginni.

Mótmælin hófust í byrjun mánaðarins og var það verðhækkun hjá strætisvögnum í Sao Paulo sem almenningi blöskraði. Mótmælendur krefjast betri opinberrar þjónustu, og þess að lögregluofbeldi og spilling verði upprætt. Þá hefur verið boðað til samstöðumótmæla við Hallgrímskirkju klukkan 20 annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×