Kópavogsbær hafnar alfarið beinum eignarrétti Þorsteins VG skrifar 5. júní 2013 14:34 Kópavogsbær tók Vatnsenda eignarnámi og greiddu Þorsteini 2250 milljónir fyrir. Í dag viðurkennir Kópavogsbær ekki beinan eignarrétt Þorsteins. Kópavogsbær lítur svo á, að hvað sem öðru líður, sé Þorsteinn Hjaltested ekki réttur viðtakandi frekara endurgjalds vegnar eignarnáms Kópavogsbæjar á landi Vatnsenda. Þetta kom fram í máli lögmanns Kópavogsbæjar í fyrirtöku í máli Þorsteins gegn bænum í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Þorsteinn krefst þess að bæjaryfirvöld greiði honum 7 milljarða fyrir eignarnám á jörðinni frá árinu 2007 en málið var þingfest árið 2011. Þorsteinn hefur þegar fengið 2250 milljónir króna vegna eignarupptökunnar, en málið tók nýja stefnu þegar Héraðsdómur Reykjavíkur, og Hæstiréttur Íslands staðfesti í maí síðastliðnum, að Þorsteinn hefði ekki beinan eignarrétt að Vatnsenda og að jörðin væri enn í dánarabúi Sigurðar Hjaltested, sem lést fyrir tæpum fimmtíu árum síðan. Lögmaður Þorsteins vill meina að óbeinum eignarrétti erfingja Sigurðar hafi verið ráðstafað með endanlegum hætti úr dánarbúinu og því eigi Þorsteinn rétt á greiðslu frá bænum upp á sjö milljarða. Kópavogsbær krafðist þess í dag að máli Þorsteins gegn bænum yrði vísað frá í ljósi óvissu með beinan eignarrétt á landinu, á meðan lögmaður Þorsteins vill fresta málinu þar til niðurstaða fæst í því máli. Réttað verður aftur í málinu 20. júní næstkomandi og þá verður líklega ákveðin málflutningur um frávísunarkröfu. Fyrirtakan nú var sú fyrsta síðan í janúar síðastliðnum, en þessi angi þessa flókna máls, hefur verið að velkjast um í réttarkerfinu í rúm tvö ár. Nú er málið í höndum skiptastjóra dánarbús Sigurðar Hjaltested en þær upplýsingar fengust frá skiptastjóranum að málin þar þokist hægt, og búast má við nýju dómsmáli þar sem tekist verður á um eignarrétt á landinu verðmæta. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Sjá meira
Kópavogsbær lítur svo á, að hvað sem öðru líður, sé Þorsteinn Hjaltested ekki réttur viðtakandi frekara endurgjalds vegnar eignarnáms Kópavogsbæjar á landi Vatnsenda. Þetta kom fram í máli lögmanns Kópavogsbæjar í fyrirtöku í máli Þorsteins gegn bænum í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Þorsteinn krefst þess að bæjaryfirvöld greiði honum 7 milljarða fyrir eignarnám á jörðinni frá árinu 2007 en málið var þingfest árið 2011. Þorsteinn hefur þegar fengið 2250 milljónir króna vegna eignarupptökunnar, en málið tók nýja stefnu þegar Héraðsdómur Reykjavíkur, og Hæstiréttur Íslands staðfesti í maí síðastliðnum, að Þorsteinn hefði ekki beinan eignarrétt að Vatnsenda og að jörðin væri enn í dánarabúi Sigurðar Hjaltested, sem lést fyrir tæpum fimmtíu árum síðan. Lögmaður Þorsteins vill meina að óbeinum eignarrétti erfingja Sigurðar hafi verið ráðstafað með endanlegum hætti úr dánarbúinu og því eigi Þorsteinn rétt á greiðslu frá bænum upp á sjö milljarða. Kópavogsbær krafðist þess í dag að máli Þorsteins gegn bænum yrði vísað frá í ljósi óvissu með beinan eignarrétt á landinu, á meðan lögmaður Þorsteins vill fresta málinu þar til niðurstaða fæst í því máli. Réttað verður aftur í málinu 20. júní næstkomandi og þá verður líklega ákveðin málflutningur um frávísunarkröfu. Fyrirtakan nú var sú fyrsta síðan í janúar síðastliðnum, en þessi angi þessa flókna máls, hefur verið að velkjast um í réttarkerfinu í rúm tvö ár. Nú er málið í höndum skiptastjóra dánarbús Sigurðar Hjaltested en þær upplýsingar fengust frá skiptastjóranum að málin þar þokist hægt, og búast má við nýju dómsmáli þar sem tekist verður á um eignarrétt á landinu verðmæta.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði