Óheimilt að reikna seðlabankavexti af skammtímalánum - Bílalán lækka um milljarða Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. maí 2013 16:56 Skammtímasamningar eru til dæmis samningar um bílalán. Óheimilt var að reikna seðlabankavexti afturvirkt á skammtímalán, svo sem bílalán, eftir að gengistryggð lán voru dæmd ólögleg 16. júní 2010. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm í máli Plastiðjunnar gegn Landsbankanum. Málið snýst um samning sem SP fjármögnun, sem nú er hluti af Landsbankanum, gerði við Plastiðjuna um kaup á Mercedes Benz. Upphæð samningsins var um fimm milljónir króna. Einar Hugi Bjarnason, lögmaður Plastiðjunnar, telur ljóst að fordæmisgildi dómsins sé gríðarlegt. Í húfi séu tugþúsundir samninga og nemi verðmæti þeirra milljörðum króna. Sumarið 2010 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að miða vexti af íslenskum lánum við gengi erlendra gjaldmiðla. Eftir þá niðurstöðu varð allt óljóst um það við hvaða vexti ætti að miða þegar vextir af lánunum yrðu ákveðnir. Alþingi setti lög þar sem kveðið var á um að miða ætti við Seðlabankavexti. Elvira Mendez, prófessor við lagadeild HÍ og eiginmaður hennar, sættu sig ekki við að þurfa að greiða seðlabankavexti af lánunum afturvirkt, það er frá þeim tíma sem lánið var tekið og þar til Hæstaréttardómur féll. Þau höfðuðu því mál sem fór alla leið fyrir Hæstarétt. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hefði verið að miða vexti af lánum sem tekin voru við vexti Seðlabankans heldur skyldu samningsvextir gilda, ef lántakandi gæti vísað fram fullnaðarkvittunum sem sýndu að hann hefði staðið í skilum með greiðslur af láninu. Í tilfelli Elvíru og eiginmanns hennar var um að ræða húsnæðislán sem tekið var til langs tíma. Ein af þeim spurningum sem sá dómur skildi eftir var hvort hann ætti við um lán sem tekin eru til skemmri tíma, svo sem þegar að um bílalán er að ræða. Lán Plastiðjunnar var tekið til sjö ára. Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að í tilfelli Plastiðjunnar eigi sömu rök við og í máli Elvíru Mendez. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Óheimilt var að reikna seðlabankavexti afturvirkt á skammtímalán, svo sem bílalán, eftir að gengistryggð lán voru dæmd ólögleg 16. júní 2010. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm í máli Plastiðjunnar gegn Landsbankanum. Málið snýst um samning sem SP fjármögnun, sem nú er hluti af Landsbankanum, gerði við Plastiðjuna um kaup á Mercedes Benz. Upphæð samningsins var um fimm milljónir króna. Einar Hugi Bjarnason, lögmaður Plastiðjunnar, telur ljóst að fordæmisgildi dómsins sé gríðarlegt. Í húfi séu tugþúsundir samninga og nemi verðmæti þeirra milljörðum króna. Sumarið 2010 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að miða vexti af íslenskum lánum við gengi erlendra gjaldmiðla. Eftir þá niðurstöðu varð allt óljóst um það við hvaða vexti ætti að miða þegar vextir af lánunum yrðu ákveðnir. Alþingi setti lög þar sem kveðið var á um að miða ætti við Seðlabankavexti. Elvira Mendez, prófessor við lagadeild HÍ og eiginmaður hennar, sættu sig ekki við að þurfa að greiða seðlabankavexti af lánunum afturvirkt, það er frá þeim tíma sem lánið var tekið og þar til Hæstaréttardómur féll. Þau höfðuðu því mál sem fór alla leið fyrir Hæstarétt. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hefði verið að miða vexti af lánum sem tekin voru við vexti Seðlabankans heldur skyldu samningsvextir gilda, ef lántakandi gæti vísað fram fullnaðarkvittunum sem sýndu að hann hefði staðið í skilum með greiðslur af láninu. Í tilfelli Elvíru og eiginmanns hennar var um að ræða húsnæðislán sem tekið var til langs tíma. Ein af þeim spurningum sem sá dómur skildi eftir var hvort hann ætti við um lán sem tekin eru til skemmri tíma, svo sem þegar að um bílalán er að ræða. Lán Plastiðjunnar var tekið til sjö ára. Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að í tilfelli Plastiðjunnar eigi sömu rök við og í máli Elvíru Mendez.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira