Óheimilt að reikna seðlabankavexti af skammtímalánum - Bílalán lækka um milljarða Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. maí 2013 16:56 Skammtímasamningar eru til dæmis samningar um bílalán. Óheimilt var að reikna seðlabankavexti afturvirkt á skammtímalán, svo sem bílalán, eftir að gengistryggð lán voru dæmd ólögleg 16. júní 2010. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm í máli Plastiðjunnar gegn Landsbankanum. Málið snýst um samning sem SP fjármögnun, sem nú er hluti af Landsbankanum, gerði við Plastiðjuna um kaup á Mercedes Benz. Upphæð samningsins var um fimm milljónir króna. Einar Hugi Bjarnason, lögmaður Plastiðjunnar, telur ljóst að fordæmisgildi dómsins sé gríðarlegt. Í húfi séu tugþúsundir samninga og nemi verðmæti þeirra milljörðum króna. Sumarið 2010 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að miða vexti af íslenskum lánum við gengi erlendra gjaldmiðla. Eftir þá niðurstöðu varð allt óljóst um það við hvaða vexti ætti að miða þegar vextir af lánunum yrðu ákveðnir. Alþingi setti lög þar sem kveðið var á um að miða ætti við Seðlabankavexti. Elvira Mendez, prófessor við lagadeild HÍ og eiginmaður hennar, sættu sig ekki við að þurfa að greiða seðlabankavexti af lánunum afturvirkt, það er frá þeim tíma sem lánið var tekið og þar til Hæstaréttardómur féll. Þau höfðuðu því mál sem fór alla leið fyrir Hæstarétt. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hefði verið að miða vexti af lánum sem tekin voru við vexti Seðlabankans heldur skyldu samningsvextir gilda, ef lántakandi gæti vísað fram fullnaðarkvittunum sem sýndu að hann hefði staðið í skilum með greiðslur af láninu. Í tilfelli Elvíru og eiginmanns hennar var um að ræða húsnæðislán sem tekið var til langs tíma. Ein af þeim spurningum sem sá dómur skildi eftir var hvort hann ætti við um lán sem tekin eru til skemmri tíma, svo sem þegar að um bílalán er að ræða. Lán Plastiðjunnar var tekið til sjö ára. Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að í tilfelli Plastiðjunnar eigi sömu rök við og í máli Elvíru Mendez. Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Óheimilt var að reikna seðlabankavexti afturvirkt á skammtímalán, svo sem bílalán, eftir að gengistryggð lán voru dæmd ólögleg 16. júní 2010. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm í máli Plastiðjunnar gegn Landsbankanum. Málið snýst um samning sem SP fjármögnun, sem nú er hluti af Landsbankanum, gerði við Plastiðjuna um kaup á Mercedes Benz. Upphæð samningsins var um fimm milljónir króna. Einar Hugi Bjarnason, lögmaður Plastiðjunnar, telur ljóst að fordæmisgildi dómsins sé gríðarlegt. Í húfi séu tugþúsundir samninga og nemi verðmæti þeirra milljörðum króna. Sumarið 2010 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að miða vexti af íslenskum lánum við gengi erlendra gjaldmiðla. Eftir þá niðurstöðu varð allt óljóst um það við hvaða vexti ætti að miða þegar vextir af lánunum yrðu ákveðnir. Alþingi setti lög þar sem kveðið var á um að miða ætti við Seðlabankavexti. Elvira Mendez, prófessor við lagadeild HÍ og eiginmaður hennar, sættu sig ekki við að þurfa að greiða seðlabankavexti af lánunum afturvirkt, það er frá þeim tíma sem lánið var tekið og þar til Hæstaréttardómur féll. Þau höfðuðu því mál sem fór alla leið fyrir Hæstarétt. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hefði verið að miða vexti af lánum sem tekin voru við vexti Seðlabankans heldur skyldu samningsvextir gilda, ef lántakandi gæti vísað fram fullnaðarkvittunum sem sýndu að hann hefði staðið í skilum með greiðslur af láninu. Í tilfelli Elvíru og eiginmanns hennar var um að ræða húsnæðislán sem tekið var til langs tíma. Ein af þeim spurningum sem sá dómur skildi eftir var hvort hann ætti við um lán sem tekin eru til skemmri tíma, svo sem þegar að um bílalán er að ræða. Lán Plastiðjunnar var tekið til sjö ára. Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að í tilfelli Plastiðjunnar eigi sömu rök við og í máli Elvíru Mendez.
Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira