Erlent

Fannst á lífi eftir sautján daga í rústunum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Konan var flutt á sjúkrahús en er ekki talin alvarlega slösuð.
Konan var flutt á sjúkrahús en er ekki talin alvarlega slösuð. Mynd/AP
Kona fannst á lífi í dag í rústum átta hæða byggingar sem hrundi í borginni Dhaka í Bangladess fyrir sautján dögum.

Það tók um fjörutíu mínútur að bjarga konunni úr rústunum, en björgunarmenn heyrðu til hennar á annarri hæð hússins þar sem hún grátbað um hjálp. Hún var föst undir hrúgu af steypu og járni.

Konan, sem sögð er heita Reshma, segist hafa borðað þurrkaðan mat en á fimmtánda degi hafi hann klárast. Hún hafi þó haft aðgang að vatni. Hún var flutt á sjúkrahús til aðhlynningar en er ekki talin alvarlega slösuð.

Tala látinna í slysinu er komin yfir eitt þúsund, en flestir hinna látnu eru konur sem störfuðu í fataverksmiðju í húsinu. Að minnsta kostu níu hafa verið handteknir vegna málsins, þar á meðal eigandi hússins.


Tengdar fréttir

547 látnir í Bangladesh

Tala látinna eftir að bygging hrundi í Bangladesh fyrir tíu dögum hækkar með hverjum deginum. Yfirvöld í landinu gáfu það út í morgun að minnsta kosti 547 hafi farist og er enn hundruða saknað. Í byggingunni var starfræk verksmiðja en hún var í mjög slæmu ásigkomulagi.

Fatarisar grípi til aðgerða í Bangladess

Ekki dugar að þagga niður vandann í fataiðnaði í Bangladess, heldur þurfa vestræn fyrirtæki að grípa til raunverulegra aðgerða til að bæta ástandið. Aðeins tvö fyrirtæki hafa játað að hafa keypt föt úr verksmiðjum sem hrundu í síðustu viku.

Eigandi byggingarinnar í Dhaka gripinn

Leit í rústum byggingarinnar sem hrundi í Bangladesh á miðvikudag stendur enn yfir en vonir um að þar finnist nokkur á lífi hafa dvínað mjög.

Hrundi á háannatíma

Minnst sjötíu eru látnir eftir að átta hæða bygging í Bangladess hrundi til grunna á háannatíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×